Allir spenntir

10 Þurfið þið ekki að laga á ykkur hjálminn? Á unglingsárunum mótast sjálfsmynd einstak- lingsins að mörgu leyti út frá félagahópnum og það getur stundum verið erfitt að vera „öðruvísi” en hinir. Stundumer það hreinasti misskilningur semkem- ur af stað einhverri venju eða tísku en fyrr en varir eru „allir” farnir að fylgja þessari ákveðnu venju eða tísku, hvort sem þeim líkar það eða ekki. Oft átta unglingarnir sig samt á því hversu fárán- legt það er að fylgja hópnum í einu og öllu og sjá að stundum getur það jafnvel leitt til hættulegr- ar hegðunar, enda eru þeir upp til hópa hugs- andi fólk, skynsamt og fært um að taka ábyrgar og upplýstar ákvarðanir. Þrátt fyrir að reiðhjólahjálmur minnki margfalt líkurnar á því að hjólreiðamaður slasist alvarlega ef hann verður fyrir óhappi á hjólinu eru margir unglingar, og líka fullorðnir, sem nota ekki hjálm þegar þeir hjóla. Samt eiga, samkvæmt lögum, allir að nota hjálm og það er meira að segja skylda fram að 15 ára aldri! Það sem er fyrir innan höfuðkúpuna, þ.e.a.s. heil- inn, er afar viðkvæmt líffæri og heilafrumur sem skaddast, t.d. við mikið höfuðhögg, endurnýjast ekki. Með öðrum orðum: Ef heilinn verður fyrir skaða þá verður það yfirleitt ekki aftur tekið. Ýmislegt getur breyst í lífi þeirra sem verða fyrir miklu höfuðhöggi. Sjónin getur brenglast, lyktar- og bragðskynið getur farið úr skorðum, fólk getur átt erfitt með að tjá sig og sumir eiga í erfiðleikum með að muna einföld- ustu hluti eða framkvæma hversdagsleg verk eins og að klæða sig í sokka. Endurskinsmerki eru líka ótrúlega mikilvæg og einföld öryggisatriði í umferðinni. Þeir sem nota endurskinsmerki sjást allt að fimm sinnum fyrr en þeir sem ekki nota endurskinsmerki. Það segir sig sjálft að slíkt getur jafnvel skilið á milli lífs og dauða! Félagasamtök og fyrirtæki dreifa oft endurskins- merkjum ókeypis til barna og unglinga en einnig er hægt að kaupa slík merki um allt land, t.d. í lyfjaverslunum. En það gildir það sama og með reiðhjólahjálmana, ekki er nóg að eiga hjálm og endurskinsmerki, það þarf að nota þessi öryggis- tæki rétt, annars eru þau gagnlaus! Hvort ætli sé nú gáfulegra: Að „halda kúlinu” og hárgreiðslunni með því að nota ekki hjálm eða að nota heilann og passa upp á hann á sama tíma með því að nota hjálminn? Í hvoru tilfellinu stuðlar þú að því, þegar upp er staðið, „að halda kúlinu?” Spáðu í það … Hér fyrir ofan erumyndir sem sýna rétta og ranga notkun reiðhjólahjálms.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=