Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

9 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Að vera spæjari Þyngdarstig 1: Hvað eru álfarnir að gera? Álfarnir kíkja gætilega út sem þýðir að fara varlega. Kunnið þið að læðast gætilega? Er rigning eða sól úti? Hvað finnst ykkur spennandi að skoða úti? Þyngdarstig 2: Hvernig klæða álfarnir sig þegar þeir fara út? Af hverju vilja álfarnir ekki að Bússi komi með? Sjáið þið framan á eða aftan á Bússa? Álfarnir gægjast gætilega út. Hvað merkir að fara gætilega? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu gætilega? Bússi vill ólmur koma með Nönu og Nóa. Hvað þýðir orðið ólmur? Er hægt að vera ólmur í eitthvað annað? Hverjir ganga fram hjá álfunum? Hvert haldið þið að strákurinn og pabbinn séu að fara? Hvað merkir orðatiltækið að hrökkva í kút? Hefur ykkur einhvern tímann brugðið svo mikið að þið hrukkuð í kút? Getið þið leikið hvernig þið hrökkvið í kút? Hvað myndi ykkur langa til að skoða ef þið færuð í spæjaraleiðangur? Hvað þarf góður spæjari að kunna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=