| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 8 Umræðuefni: Forvitni Þyngdarstig 1: Nói dettur á afturendann. Hvar er afturendinn ykkar? En sjáið þið, Nana heldur um magann. Hvar er maginn ykkar? Finnið fleiri líkamsparta, t.d. hvar er nefið, eyrun, hakan, enni, bak, tær, hné o.s.frv.? Hvað finnst ykkur gaman að gera í skólanum? Þyngdarstig 2: Hvað langar tvíburana að gera? Nói er áhyggjufullur. Hvað þýðir það? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu áhyggjufullur? Af hverju er Nói áhyggjufullur? Hvernig lendir Nói þegar hann hoppar niður af öxlunum á Nönu? Hvað þýðir orðið afturendi? Byrjar orðið afturendi á /a/ eða /ú/? Haldið þið að uglukisinn Bússi sé líka forvitinn að kíkja í skólann? Hvað hefur ykkur langað til að gera sem að má ekki? Af hverju haldið þið að það sé gott að vera forvitinn? Hafið þið einhvern tímann orðið forvitin um eitthvað? Hvað gerðist? https://stoppofbeldi.namsefni.is/leikskoli/
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=