| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 6 Umræðuefni: Morgunmatur Þyngdarstig 1: • Hvað heita álfarnir? • Hvar sitja álfarnir? • Álfarnir dingla fótunum sem þýðir að sveifla fótunum. Hvernig dinglið þið fótunum? • Hvað fenguð þið ykkur í morgunmat í morgun? • Hvar er uglukisinn Bússi? Þyngdarstig 2: • Hvað heita álfarnir? • Hvað er álfamamman að gera? • Nana og Nói dingluðu fótunum fram af kojunni. Hvað er átt við með að dingla fótunum? Er hægt að dingla einhverju öðru en fótum? (t.d. er hægt að dingla bjöllu eða lyklum)? • Af hverju finnst Nönu og Nóa skólinn spennandi? • Hvað finnst ykkur gott að fá í morgunmat? • Af hverju haldið þið að það sé mikilvægt að borða morgunmat? • Haldið þið að Nana og Nói muni fara út? • Hvar er uglukisinn Bússi?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=