Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

5 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Hver opna hefur ákveðið þema og er unnið út frá því í spurninga- og umræðuformi. Þannig er bæði verið að spyrja spurninga sem tengjast bókinni en einnig sem tengjast reynslu barna. Með því að spyrja spurninga úr bókinni er verið að dýpka þekkingu og skilning á efninu. Með því að tengja efnið við reynslu barnanna er verið að hvetja þau til að deila skoðunum sínum og hugmyndum. Spurningarnar sem fylgja efninu eru flokkaðar í tvö þyngdarstig, í samræmi við málþroska og aldur barna. Þyngdarstig 1 hentar yngri börnum og þeim sem eru með slakan málþroska. Spurningarnar eru einfaldar og miða að því að rifja upp söguna, styrkja orðaforða og virkja börnin til þátttöku á einfaldan hátt. Þær krefjast hvorki flókinna hugtaka né langra svörunartíma, heldur leggja áherslu á að börnin fái að tjá sig á eigin forsendum. Þyngdarstig 2 er ætlað eldri börnum og þeim sem eru komin lengra í málþroska. Þær krefjast meiri færni í tjáningu og rökhugsun. Spurningarnar á þessu stigi eru dýpri, ályktandi og hvetja börnin til að tengja saman eigin reynslu og tilfinningar. Með því að hafa spurningarnar á tveimur erfiðleikastigum er verið að auka aðgengi að efninu þannig að öll börn, sama hvar þau eru stödd í málþroskanum, geti tekið virkan þátt í umræðum og verkefnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=