| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 26 Verkefni 1. Spjallið saman og rifjið upp söguna. • Hvað heita álfarnir? • Af hverju máttu Nana og Nói ekki fara út úr álfasteininum? • Hvað var álfamamman að fara að sækja í súpuna? • Hvað langaði álfana að smakka við morgunverðarborðið? • Hvað gerðu álfarnir í lestrarstundinni? • Hvað kom fyrir Nóa úti í sandkassa? • Af hverju var álfamamma áhyggjufull þegar krakkarnir komu heim? • Hvað fengu álfarnir að borða þegar þeir komu heim? • Hvað fannst þér/ykkur skemmtilegt í sögunni? • Fannst þér/ykkur eitthvað skrítið í sögunni? 2. Finnið Bússa á hverri opnu og segið hvar hann er staðsettur. T.d. er hann fyrir framan, aftan, undir, við hliðina á, í miðjunni o.s.frv. 3. Tengsl við eigin reynslu? • Hafið þið fengið súpu í morgunmat? • Hafið þið gert eitthvað sem mátti ekki? • Hafið þið smakkað mat sem ykkur þótti skrítinn? • Hafið þið farið út í rok og fokið? • Hafið þið fundið táfýluprumpulykt? 4. Teiknið uppáhalds persónur í bókinni eða senur. Biðjið síðan börnin um að lýsa því sem þau teiknuðu, t.d. í næsta hópastarfi eða samverustund. 5. Farið út og finnið álfanammi (köngla og laufblöð). Síðar er hægt að vinna með álfanammið: • Líma eða stimpla á myndir. • Mála könglana og laufblöðin og búa til skreytingar. • Búa til álfasúpu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=