Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

25 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Tilhlökkun Þyngdarstig 1: Hvað borða álfarnir? Þeim finnst könglarnir gómsætir sem þýðir að þeir eru mjög góðir. Hvað finnst ykkur gómsætt? Hvað hlakkið þið mest til að gera í dag? Þyngdarstig 2: Hvað borða álfatvíburarnir? Könglarnir eru gómsætir. Hvað þýðir það? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu gómsætt? Hvaða matur finnst ykkur gómsætur? Nana og Nói borða með bestu lyst. Hvað er átt við með því? Af hverju haldið þið að Nana og Nói vilji fara aftur í skólann? Er eitthvað sem að þið hlakkið til að gera? Hvernig líður ykkur þegar þið hlakkið til einhvers? Haldið þið að álfarnir fari aftur í heimsókn í leikskólann?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=