Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 24 Umræðuefni: Traust Þyngdarstig 1: Nana og Nói segja mömmu alla sólarsöguna sem þýðir að þau sögðu henni allt sem hafði gerst. Eruð þið dugleg að segja fullorðnum frá því sem kemur fyrir ykkur? Hvað er álfamamma að gera við krakkana á myndinni? Hvernig haldið þið að þeim líði? Hvern finnst ykkur best að knúsa? Þyngdarstig 2: Tvíburarnir segja mömmu alla sólarsöguna. Hvað er átt við með því? Hvað er fyrsta hljóðið í orðinu sólarsaga? Nana og Nói eru döpur yfir því sem gerðist. Hvað þýðir að vera dapur? Álfamamma vill vita hvort þau séu óhult. Hvað er átt við með því? Hvers vegna er álfamamma áhyggjufull? Hvernig bregst álfamamma við þegar þau segja henni alla söguna? Hafið þið einhvern tímann þurft að hugga einhvern sem var dapur? Hvernig hjálpuðuð þið þeim? Hvernig líður ykkur þegar þið faðmið einhvern sem þið elskið? Af hverju er mikilvægt að segja sannleikann þó að það sé stundum erfitt? Af hverju er gott að tala við einhvern sem þið treystið þegar þið eruð hrædd eða leið? Getið þið talað við einhvern sem þið treystið? Hvar haldið þið að krakkarnir í skólanum séu núna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=