| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 22 Umræðuefni: Eldvarnir Þyngdarstig 1: Hvað kemur frá steininum? Nói er miður sín þegar hann sér reykinn en það þýðir að hann er mjög leiður. Hafið þið orðið mjög leið, af hverju? Er steininn stór eða lítill? Hvað gerum við ef við sjáum eld? Þyngdarstig 2: Hvað er að brenna inni í álfasteininum? Nói er miður sín þegar hann sér reykinn. Hvað þýðir að vera miður sín? Hafið þið einhvern tímann orðið miður ykkar? Hvað gerðist þá? Af hverju verða Nana og Nói hrædd þegar þau sjá reykinn? Af hverju má aldrei fara frá þegar verið er að elda mat? Hvað á að gera ef þið sjáið eld eða reyk? Af hverju fer reykskynjari í gang? Hvaða gerum við þegar reykskynjari fer í gang? Hvernig notum við slökkvitæki ef eldur kviknar? Hvers vegna er mikilvægt að taka þátt í eldvarnaæfingum? Haldið þið að það sé reykskynjari í álfasteininum? Hvað haldið þið að Nana og Nói geri núna?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=