Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

21 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Hver getur hjálpað okkur þegar við verðum hrædd? Þyngdarstig 1: Nói er skelfingu lostinn þegar hann fýkur sem þýðir að hann er mjög hræddur. Hafið þið orðið skelfingu lostin? Hvað gerðist? Hver bjargar Nóa? Hver hjálpar ykkur þegar þið eruð hrædd? Hvar er Bússi? Þyngdarstig 2: Hvað kemur fyrir sokkabuxurnar hans Nóa? Nói er skelfingu lostinn þegar hann fýkur. Hvað þýðir það? Hafið þið orðið skelfingu lostin? Af hverju? Hvernig haldið þið að Nóa líði þegar hann fýkur upp í loftið? Hver hjálpar Nóa niður? Hvað haldið þið að hefði gerst ef Aría hefði ekki gripið Nóa? Af hverju er gott að fá hjálp þegar maður er hræddur? Hvað getið þið gert ef þið sjáið einhvern sem er hræddur? Hvar er Bússi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=