| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 20 Umræðuefni: Lykt Þyngdarstig 1: Hvað gerir Nana? Nana og Nói skellihlæja en það þýðir að hlæja mjög mikið. Kunnið þið að skellihlæja? Hvaða lykt finnst ykkur góð? Hvaða lykt finnst ykkur ekki góð? Þyngdarstig 2: Hvað gerir Nana í vasanum? Nana flissaði þegar hún prumpaði. Hvað merkir orðið flissa? Getið þið fundið orð sem að ríma við orðið flissa? (t.d. pissa, hissa) Tvíburarnir skellihlæja. Hvað þýðir það? Kunnið þið að skellihlæja? Af hverju hlæja þau svona mikið? Hafið þið fundið táfýluprumpulykt? Hvernig er hún? Hvað haldið þið að gerist þegar krakkarnir fara út að leika? Hvað er Aría að gera í sandkassanum? Hvaða lykt finnst ykkur best og af hverju? En hvaða lykt finnst ykkur vond og af hverju? Hvernig getur lykt minnt okkur á ákveðna staði eða ákveðið fólk?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=