Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

19 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Árstíðir Þyngdarstig 1: Hvar fela álfarnir sig? Úti er úrkoma sem þýðir að það er rigning. Kunnið þið að klappa atkvæðin í orðinu úrkoma? Hvernig er best að klæða sig þegar það er úrkoma/rigning úti? Hvað haldið þið að krakkarnir geri í útiverunni? Þyngdarstig 2: Hvert hoppa Nana og Nói þegar krakkarnir labba fram hjá? Það er úrkoma úti. Hvað þýðir orðið úrkoma? Getur úrkoma þýtt eitthvað annað en rigning? (t.d. snjór) Álfarnir klifra lipurlega niður í vasann. Hvað þýðir það? Hvernig eru krakkarnir klæddir úti? Hvernig haldið þið að álfunum líði þegar þeir fela sig í vasanum. Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera úti í rigningu? Það eru fjórar árstíðir, getið þið nefnt þær? Hvað heitir árstíðin þegar það snjóar og er kalt úti? Hvaða árstíð finnst ykkur skemmtilegust og af hverju? Hvaða föt notum við þegar það er úrkoma?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=