Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

17 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Lestrarstund (uppáhalds bækur/sögur) Þyngdarstig 1: Hvað eru börnin að fara að gera? Nana og Nói frjósa eins og styttur. Kunnið þið að frjósa eins og styttur? Nana og Nói hlusta áhugasöm á söguna sem þýðir að þeim finnst sagan spennandi. Getið þið klappað atkvæðin í orðinu spennandi? Hvaða bók finnst ykkur skemmtileg? Þyngdarstig 2: Hvar sitja krakkarnir í lestrarstundinni? Nana og Nói hlusta áhugasöm. Hvað þýðir að vera áhugasamur? Nönu og Nóa fannst notalegt í samverustundinni. Hvað þýðir orðið notalegt? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu notalegt? Hvað finnst ykkur notalegt að gera? Af hverju frjósa Nana og Nói eins og styttur? Hvað finnst ykkur skemmtilegast við að lesa bók? Hvernig finnst ykkur best að láta lesa fyrir ykkur? Af hverju finnst ykkur gott að láta lesa fyrir ykkur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=