Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

15 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Hreinlæti Þyngdarstig 1: Hvað er Kári að gera við Nóa? Nú er Nói tandurhreinn en það þýðir að hann er ekki lengur skítugur. Hvað gerið þið til að verða tandurhrein? Af hverju þvoum við hendur? Hvar er Bússi? Þyngdarstig 2: Nói verður tandurhreinn þegar Kári er búinn að dýfa honum í vatnskönnuna. Hvað haldið þið að orðið tandurhreinn þýði? Byrjar orðið tandurhreinn á hljóðinu /t/ eða /s/? Hvað gerið þið til að verða tandurhrein? Hvernig haldið þið að vatnið smakkist þegar Nói er búinn að baða sig í því? Aría ypptir öxlum, hvað þýðir það nú? Hvernig yppið þið öxlum? Af hverju er mikilvægt að þvo sér um hendur fyrir matartíma? Hvað ættuð þið að gera ef þið missið mat á gólfið? Hvers vegna er mikilvægt að þvo sér um hendur eftir klósettferðir? Hvar er Bússi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=