Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 14 Umræðuefni: Vinátta Þyngdarstig 1: Krakkarnir eru undrandi en það þýðir að vera hissa. Getið þið verið hissa á svipinn? Hvernig líður Nönu á myndinni? Hvernig eruð þið góð við vini ykkar? Hvað heita vinir ykkar? Þyngdarstig 2: Hver hjálpar Nóa upp úr grautnum? Kári lyftir Nóa upp úr volgum grautnum. Hvað ætli orðið volgur merki? Hvað er síðasta hljóðið í orðinu volgur? Hvað annað en grautur getur verið volgt? Krakkarnir horfa undrandi á álfana. Hvað þýðir að vera undrandi? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu undrandi? Hafið þið einhvern tíman orðið undrandi yfir einhverju? Hvernig haldið þið að Nönu og Nóa líði þegar þau átta sig á að börnin vilja verða vinir þeirra? Haldið þið að Nana og Nói séu góðir vinir? Eigið þið vini í skólanum? Hvernig passið þið upp á vini ykkar í skólanum? Af hverju hjálpum við vinum okkar þegar þeim líður illa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=