Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

13 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Matur Þyngdarstig 1: Hvað er Nói að gera? Nóa finnst grauturinn ljúffengur en það þýðir að finnast hann mjög góður. Getið þið klappað atkvæðin í orðinu ljúffengur? Hvað finnst ykkur ljúffengt að borða? Er Kári glaður eða leiður á svipinn? Þyngdarstig 2: Hvað bindur Nana um Nóa? Hvað haldið þið að börnin hugsi þegar þau sjá Nóa? Nóa finnst hafragrauturinn ljúffengur. Hvað merkir það? Prófið að klappa atkvæðin í orðinu ljúffengur. Hvernig líður Nóa þegar krakkarnir sjá hann? Af hverju má mannfólk ekki sjá Nönu og Nóa? Hvað haldið þið að krakkarnir geri núna þegar þau eru búin að sjá álfana? Hvaða matur finnst ykkur ljúffengur? Hvernig hjálpar matur líkamanum okkar? Af hverju þurfum við að borða mismunandi mat, t.d. grænmeti, kjöt, brauð o.s.frv.? Af hverju er gott að smakka nýjan mat?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=