| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 12 Umræðuefni: Að gera eitthvað óvart Þyngdarstig 1: Hvað fá krakkarnir að borða? Krakkarnir fögnuðu þegar þau fengu hafragraut. Að fagna þýðir að vera glaður. Hvernig fagnið þið? Hvað sullaðist niður? Hafið þið óvart sullað niður? Þyngdarstig 2: Hvernig komast Nana og Nói inn á deild? Hvað fleira er hægt að sveifla sér í? (t.d. köðlum, rólum, belgjum o.s.frv.) Krakkarnir fögnuðu þegar Lúkas og Kári komu inn með hafragrautinn. Hvað þýðir að fagna? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu fagna? Af hverju fagna krakkarnir þegar hafragrauturinn kemur? Hvað var álfamamma að elda í morgunmat í álfasteininum? Hvernig haldið þið að krökkunum á myndinni líði? Hafið þið einhvern tímann gert eitthvað óvart? Hvað gerðist? Hvernig leið ykkur þegar þið gerðuð eitthvað óvart? Hvað getið þið gert ef þið sullið óvart niður? Hvað haldið þið að Anna geri næst?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=