11 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Felustaðir Þyngdarstig 1: Hvað er á matarvagninum? Furðulegt þýðir eitthvað sem er skrítið. Hafið þið borðað furðulegan eða skrítinn mat? Hvor er stærri, Lúkas eða Kári? Hvar er Bússi? Þyngdarstig 2: Hvar fela Nana og Nói sig þegar þau koma inn í skólann? Af hverju eru Nana og Nói að fela sig? Hvað heitir maðurinn sem kemur með matarvagninn? Á vagninum er pottur með furðulegu klístri. Hvað þýðir orðið klístur? Byrjar orðið klístur á hljóðinu /k/ eða /f/? Hafið þið borðað furðulegan mat? Bússi flýgur laumulega inn. Hvað merkir það? Getið þið leikið að þið séuð að koma laumulega? Hvert haldið þið að Lúkas og Kári séu að fara með vagninn? Hvar mynduð þið fela ykkur ef enginn mætti sjá ykkur? Af hverju haldið þið að sumir felustaðir séu betri en aðrir? Af hverju er ekki gott að velja sama felustaðinn aftur og aftur?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=