Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 10 Umræðuefni: Spenningur Þyngdarstig 1: Hvert klifra Nana og Nói? Að taka á sprett þýðir að hlaupa mjög hratt. Hafið þið tekið á sprett? Krakkarnir eru í fataklefanum. Hvaða föt sjáið þið á myndinni? Hvað gerir ykkur spennt? Þyngdarstig 2: Hvað heitir strákurinn? Hvað er Kári að skoða í pollinum? Kári drollar þegar hann skoðar ormana í pollinum. Hvað þýðir að drolla? Á hvaða hljóði byrjar orðið pollur? Álfarnir taka á sprett til að komast inn í skólann. Hvað þýðir að taka á sprett? Af hverju þurfa Nana og Nói að flýta sér áður en hurðin lokast? Álfarnir smeygja sér inn áður en hurðin lokast. Hvað þýðir það eiginlega? Getið þið fundið orð sem að rímar við smeygja? (t.d. beygja, hneigja) Haldið þið að einhver sjái Nönu og Nóa þar sem þau eru núna? Af hverju kom álfamamma ekki með í skólann? Hvað finnst ykkur spennandi? Hvernig líður ykkur í líkamanum þegar þið eruð spennt yfir einhverju? Hvað er gott að gera ef þið verðið of spennt? Hvar er uglukisinn Bússi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=