Álfakrílin - hugmyndabanki og umræðuefni

HUGMYNDABANKI OG UMRÆÐUEFNI

Hugmyndabanki og verkefni ISBN 978-9979-0-3027-0 © Kristín Björg Sigurvinsdóttir og Sigrún Alda Sigfúsdóttir © myndhöfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir Ritstjórar: Andrea Anna Guðjónsdóttir og Signý Gunnarsdóttir Málfarslestur: Diljá Þorbjargardóttir Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu EFNISYFIRLIT Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Umræðuefni: Morgunmatur . . . . . . . . . . . 6 Umræðuefni: Samvinna . . . . . . . . . . . . . . 7 Umræðuefni:Forvitni . . . . . . . . . . . . . . .. 8 Umræðuefni: Að vera spæjari . . . . . . . . . . 9 Umræðuefni: Spenningur . . . . . . . . . . . . . 10 Umræðuefni: Felustaðir . . . . . . . . . . . . . . 11 Umræðuefni: Að gera eitthvað óvart . . . . . 12 Umræðuefni:Matur. . . . . . . . . . . . . . . .. 13 Umræðuefni:Vinátta . . . . . . . . . . . . . . .. 14 Umræðuefni: Hreinlæti . . . . . . . . . . . . . . 15 Umræðuefni: Að hjálpa öðrum . . . . . . . . . . 16 Umræðuefni: Lestrarstund (uppáhalds bækur/sögur) . . . . . . . . . . . . . 17 Umræðuefni: Dans eða hreyfing . . . . . . . . 18 Umræðuefni:Árstíðir . . . . . . . . . . . . . . .. 19 Umræðuefni:Lykt.................. 20 Umræðuefni: Hver getur hjálpað okkur þegar við verðum hrædd? . . . . . . . . . 21 Umræðuefni: Eldvarnir . . . . . . . . . . . . . . . 22 Umræðuefni: Að læra af mistökum . . . . . . . 23 Umræðuefni:Traust. . . . . . . . . . . . . . . .. 24 Umræðuefni: Tilhlökkun . . . . . . . . . . . . . . 25 Verkefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Ítarefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27

3 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Inngangur Álfakrílin er barnabók ætluð börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi í grunnskóla. Bókin er í tveimur erfiðleikastigum. Á hverri opnu er lengri og þyngri texti sem hentar vel til upplesturs og fyrir börn sem hafa færni á að lesa flóknari texta sjálf. Einnig er styttri og einfaldari texti sem hentar vel fyrir yngri börn og þau sem hafa lítið úthald í bókalestur. Sá texti hentar einnig fyrir börn sem eru sjálf byrjuð að lesa einfalda texta. Markmið bókarinnar er að gefa starfsfólki leik- og grunnskóla, sem og börnum á yngsta stigi grunnskóla, verkfæri til að efla orðaforða barna með einfaldri og markvissri kennslu. Að auki gagnast bókin vel við kennslu fyrir börn og starfsfólk með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Aðferðin byggist á því að valin eru ákveðin áhersluorð, eða orð úr þrepi 2 (e. tier 2), sem börn eru líkleg til að eiga erfitt með að skilja og þau útskýrð sérstaklega. Starfsfólk les sögubókina með börnunum og útskýrir merkingu ákveðinna áhersluorða sem koma fyrir í bókinni. Fyrir börn sem lesa sjálf styðja kennarar eða foreldrar barnið við lesturinn og útskýra áhersluorðin þegar þau koma fyrir. Rannsóknir sýna að bein tengsl séu á milli orðaforða og lesturs. Til að skilja samhengi í texta þurfa börn að þekkja orð og setningar sem þau heyra og lesa. Á skólaárunum er lestur lykilatriði til að efla og auka orðaforða. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að það að blanda saman lestri og samræðum skili góðum árangri við að efla orðaforða barna. Hugtakið samræðulestur (e. dialogic reading) hefur verið notað til að lýsa þeirri aðferðafræði. Samræðulestur er kerfisbundin leið til að efla málþroska barna með samlestri. Aðferðin felst í því að virkja barnið til þátttöku með því að spyrja spurninga, ræða innihald sögunnar og tengja við eigin reynslu. Kennarinn er fyrirmynd og gegnir mikilvægu hlutverki með því að sýna hvernig skal beita tungumálinu, spyrja spurninga og veita endurgjöf. Með samræðulestri er verið að ýta undir læsisþróun barna og dýpka skilning á efninu. Orðaþrepin þrjú Þegar orðaforði er kenndur þarf að huga vel að því hvaða orð eru tekin fyrir. Það þarf að passa upp á að velja ekki algeng orð sem eru líkleg að börnin læri af umhverfi sínu hverju sinni. Orðaforði er gjarnan flokkaður í þrjú þrep. Þrep 1: eða grunnorðaforði eru algeng orð sem flestir þekkja og skilja. Þessi orð eru hluti af daglegu lífi eins og t.d. hús, bíll og að ganga. Þetta eru orð sem börn tileinka sér á fyrstu stigum máltökunnar og þarf yfirleitt ekki að kenna sérstaklega. Þrep 2: eða millilag orðaforðans vísar til sjaldgæfari orða yfir algeng hugtök. Þetta eru orð sem eru allsráðandi í rituðum texta eins og undrandi í staðinn fyrir hissa og stúlka í staðinn fyrir stelpa. Nemendur þurfa að heyra þessi orð í viðeigandi samhengi nokkrum sinnum til að skilja merkingu þeirra. Þrep 3: eða sértækur orðaforði eru orð sem tengjast ákveðnu námsefni eða fagsviði. Þetta eru sjaldgæf orð sem nemendur þurfa að kunna til að skilja fræðilega texta í námi, t.d. orðin frumefni og öreind.

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 4 Þegar markmiðið er að bæta orðaforða til að styrkja námshæfni barna er talið árangursríkast að velja orð úr þrepi 2. Nemendur þurfa að hafa mjög góða þekkingu á innihaldi texta og geta nýtt sér hliðstæð orð til að geta áttað sig á merkingu orða úr þrepi 2. Það er líklegt að nemendur með veikan grunnorðaforða eigi í verulegum erfiðleikum með millilagsorðaforða og því mikilvægt að kenna hann sérstaklega til að merking orða skiljist að fullu. Það hefur jákvæð áhrif á námsárangur þeirra seinna meir og eykur færni á að skilja og nota flóknari texta, bæði í skóla og í daglegu lífi. Það er mikilvægt fyrir öll börn að læra orð úr millilagi orðaforðans, ekki síður leikskólabörn, sem mun nýtast þeim áður en formleg lestrarkennsla fer fram. Hljóðkerfisvitund Góð hljóðkerfisvitund er ein af grundvallarforsendum árangursríks lestrarnáms hjá börnum. Hún felur í sér almenna færni til að greina og vinna með hljóðlega uppbyggingu tungumálsins, óháð merkingu orðanna. Hljóðkerfisvitund snýst um hæfni til að brjóta málsgreinar upp í stök orð, orð í atkvæði og atkvæði í stök hljóð. Það er mikilvægt að byrja snemma að þjálfa hljóðkerfisvitund, t.d. með því að leika sér að ríma, klappa atkvæði, syngja saman, lesa skemmtilegar rímaðar vísur eða kvæði með söguþræði. Seinna er svo gott að bæta við æfingum í samræmi við getu og þroska, eins og t.d. að greina í sundur einstök hljóð, tengja saman hljóð eða læra um margræð orð. Slík markviss þjálfun styrkir undirstöður lestrarnáms. Hugmyndabanki með verkefnum Áhersluorð/lykilorð Í þessari bók eru orð úr millilagi sérstaklega tekin fyrir og þau útskýrð á einfaldan hátt. Á hverri síðu er eitt orð tekið fyrir og útskýrt. Orðið er skáletrað til að vekja athygli lesandans og hvetja hann til að staldra við og útskýra það frekar. Á sumum opnum má finna fleiri skáletruð orð sem eru útskýrð frekar í kennsluleiðbeiningum. Við lestur bókarinnar er gott að stoppa þegar lykilorð kemur fyrir og útskýra merkinguna. Eftir útskýringuna er gott að segja setninguna aftur þannig að merkingin komist betur til skila. Uglukisinn Bússi Uglukisann Bússa má finna á flestum blaðsíðum bókarinnar. Bússi er gæludýr álfafjölskyldunnar. Hann er hálfur köttur og hálf ugla. Bússi er forvitið gæludýr og vill fylgjast með hvað tvíburaálfarnir Nana og Nói eru að gera. Hann læðist út með Nönu og Nóa og felur sig á hinum ýmsu stöðum í bókinni svo að hann geti fylgst með systkinunum. Uglukisinn Bússi hefur það hlutverk að gefa börnum tækifæri til að læra um afstöðuhugtökin. Þannig er Bússi að fela sig t.d. undir borði, inni í skáp og á bak við kodda. Það er því tilvalið að finna Bússa og hvetja börnin til að segja hvar hann sé staðsettur.

5 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Hver opna hefur ákveðið þema og er unnið út frá því í spurninga- og umræðuformi. Þannig er bæði verið að spyrja spurninga sem tengjast bókinni en einnig sem tengjast reynslu barna. Með því að spyrja spurninga úr bókinni er verið að dýpka þekkingu og skilning á efninu. Með því að tengja efnið við reynslu barnanna er verið að hvetja þau til að deila skoðunum sínum og hugmyndum. Spurningarnar sem fylgja efninu eru flokkaðar í tvö þyngdarstig, í samræmi við málþroska og aldur barna. Þyngdarstig 1 hentar yngri börnum og þeim sem eru með slakan málþroska. Spurningarnar eru einfaldar og miða að því að rifja upp söguna, styrkja orðaforða og virkja börnin til þátttöku á einfaldan hátt. Þær krefjast hvorki flókinna hugtaka né langra svörunartíma, heldur leggja áherslu á að börnin fái að tjá sig á eigin forsendum. Þyngdarstig 2 er ætlað eldri börnum og þeim sem eru komin lengra í málþroska. Þær krefjast meiri færni í tjáningu og rökhugsun. Spurningarnar á þessu stigi eru dýpri, ályktandi og hvetja börnin til að tengja saman eigin reynslu og tilfinningar. Með því að hafa spurningarnar á tveimur erfiðleikastigum er verið að auka aðgengi að efninu þannig að öll börn, sama hvar þau eru stödd í málþroskanum, geti tekið virkan þátt í umræðum og verkefnum.

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 6 Umræðuefni: Morgunmatur Þyngdarstig 1: • Hvað heita álfarnir? • Hvar sitja álfarnir? • Álfarnir dingla fótunum sem þýðir að sveifla fótunum. Hvernig dinglið þið fótunum? • Hvað fenguð þið ykkur í morgunmat í morgun? • Hvar er uglukisinn Bússi? Þyngdarstig 2: • Hvað heita álfarnir? • Hvað er álfamamman að gera? • Nana og Nói dingluðu fótunum fram af kojunni. Hvað er átt við með að dingla fótunum? Er hægt að dingla einhverju öðru en fótum? (t.d. er hægt að dingla bjöllu eða lyklum)? • Af hverju finnst Nönu og Nóa skólinn spennandi? • Hvað finnst ykkur gott að fá í morgunmat? • Af hverju haldið þið að það sé mikilvægt að borða morgunmat? • Haldið þið að Nana og Nói muni fara út? • Hvar er uglukisinn Bússi?

7 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Samvinna Þyngdarsti 1: • Hvað er Nói að gera? • Hvernig gæludýr er Bússi? • Bússi er skondið gæludýr sem þýðir að hann er fyndinn. Hvað finnst ykkur skondið eða fyndið? • Eru Nana og Nói glöð eða leið á svipinn? • Hvar er Bússi? Þyngdarstig 2: • Hvað er mamma að sækja í súpuna? • Hvað hjálpast álfarnir við að gera á meðan mamma skreppur út? • Af hverju tekur álfamamma bakpoka með sér út? • Hvað þýðir orðið bæli? Getið þið fundið eitthvað orð sem rímar við orðið bæli? (t.d. kæli, mæli eða hæli) • Af hverju haldið þið að Nana og Nói þurfi að hræra í súpunni fyrir álfamömmu? • Af hverju er Bússi skondið gældýr? • Hvað haldið þið að gerist næst? • Hvað getum við gert þegar einhver vill leika með okkur? • Hvernig getum við verið góðir vinir og hjálpað hvort öðru? • Hvernig hjálpið þið foreldrum ykkar heima? • Hvar er uglukisinn Bússi?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 8 Umræðuefni: Forvitni Þyngdarstig 1: Nói dettur á afturendann. Hvar er afturendinn ykkar? En sjáið þið, Nana heldur um magann. Hvar er maginn ykkar? Finnið fleiri líkamsparta, t.d. hvar er nefið, eyrun, hakan, enni, bak, tær, hné o.s.frv.? Hvað finnst ykkur gaman að gera í skólanum? Þyngdarstig 2: Hvað langar tvíburana að gera? Nói er áhyggjufullur. Hvað þýðir það? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu áhyggjufullur? Af hverju er Nói áhyggjufullur? Hvernig lendir Nói þegar hann hoppar niður af öxlunum á Nönu? Hvað þýðir orðið afturendi? Byrjar orðið afturendi á /a/ eða /ú/? Haldið þið að uglukisinn Bússi sé líka forvitinn að kíkja í skólann? Hvað hefur ykkur langað til að gera sem að má ekki? Af hverju haldið þið að það sé gott að vera forvitinn? Hafið þið einhvern tímann orðið forvitin um eitthvað? Hvað gerðist? https://stoppofbeldi.namsefni.is/leikskoli/

9 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Að vera spæjari Þyngdarstig 1: Hvað eru álfarnir að gera? Álfarnir kíkja gætilega út sem þýðir að fara varlega. Kunnið þið að læðast gætilega? Er rigning eða sól úti? Hvað finnst ykkur spennandi að skoða úti? Þyngdarstig 2: Hvernig klæða álfarnir sig þegar þeir fara út? Af hverju vilja álfarnir ekki að Bússi komi með? Sjáið þið framan á eða aftan á Bússa? Álfarnir gægjast gætilega út. Hvað merkir að fara gætilega? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu gætilega? Bússi vill ólmur koma með Nönu og Nóa. Hvað þýðir orðið ólmur? Er hægt að vera ólmur í eitthvað annað? Hverjir ganga fram hjá álfunum? Hvert haldið þið að strákurinn og pabbinn séu að fara? Hvað merkir orðatiltækið að hrökkva í kút? Hefur ykkur einhvern tímann brugðið svo mikið að þið hrukkuð í kút? Getið þið leikið hvernig þið hrökkvið í kút? Hvað myndi ykkur langa til að skoða ef þið færuð í spæjaraleiðangur? Hvað þarf góður spæjari að kunna?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 10 Umræðuefni: Spenningur Þyngdarstig 1: Hvert klifra Nana og Nói? Að taka á sprett þýðir að hlaupa mjög hratt. Hafið þið tekið á sprett? Krakkarnir eru í fataklefanum. Hvaða föt sjáið þið á myndinni? Hvað gerir ykkur spennt? Þyngdarstig 2: Hvað heitir strákurinn? Hvað er Kári að skoða í pollinum? Kári drollar þegar hann skoðar ormana í pollinum. Hvað þýðir að drolla? Á hvaða hljóði byrjar orðið pollur? Álfarnir taka á sprett til að komast inn í skólann. Hvað þýðir að taka á sprett? Af hverju þurfa Nana og Nói að flýta sér áður en hurðin lokast? Álfarnir smeygja sér inn áður en hurðin lokast. Hvað þýðir það eiginlega? Getið þið fundið orð sem að rímar við smeygja? (t.d. beygja, hneigja) Haldið þið að einhver sjái Nönu og Nóa þar sem þau eru núna? Af hverju kom álfamamma ekki með í skólann? Hvað finnst ykkur spennandi? Hvernig líður ykkur í líkamanum þegar þið eruð spennt yfir einhverju? Hvað er gott að gera ef þið verðið of spennt? Hvar er uglukisinn Bússi?

11 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Felustaðir Þyngdarstig 1: Hvað er á matarvagninum? Furðulegt þýðir eitthvað sem er skrítið. Hafið þið borðað furðulegan eða skrítinn mat? Hvor er stærri, Lúkas eða Kári? Hvar er Bússi? Þyngdarstig 2: Hvar fela Nana og Nói sig þegar þau koma inn í skólann? Af hverju eru Nana og Nói að fela sig? Hvað heitir maðurinn sem kemur með matarvagninn? Á vagninum er pottur með furðulegu klístri. Hvað þýðir orðið klístur? Byrjar orðið klístur á hljóðinu /k/ eða /f/? Hafið þið borðað furðulegan mat? Bússi flýgur laumulega inn. Hvað merkir það? Getið þið leikið að þið séuð að koma laumulega? Hvert haldið þið að Lúkas og Kári séu að fara með vagninn? Hvar mynduð þið fela ykkur ef enginn mætti sjá ykkur? Af hverju haldið þið að sumir felustaðir séu betri en aðrir? Af hverju er ekki gott að velja sama felustaðinn aftur og aftur?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 12 Umræðuefni: Að gera eitthvað óvart Þyngdarstig 1: Hvað fá krakkarnir að borða? Krakkarnir fögnuðu þegar þau fengu hafragraut. Að fagna þýðir að vera glaður. Hvernig fagnið þið? Hvað sullaðist niður? Hafið þið óvart sullað niður? Þyngdarstig 2: Hvernig komast Nana og Nói inn á deild? Hvað fleira er hægt að sveifla sér í? (t.d. köðlum, rólum, belgjum o.s.frv.) Krakkarnir fögnuðu þegar Lúkas og Kári komu inn með hafragrautinn. Hvað þýðir að fagna? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu fagna? Af hverju fagna krakkarnir þegar hafragrauturinn kemur? Hvað var álfamamma að elda í morgunmat í álfasteininum? Hvernig haldið þið að krökkunum á myndinni líði? Hafið þið einhvern tímann gert eitthvað óvart? Hvað gerðist? Hvernig leið ykkur þegar þið gerðuð eitthvað óvart? Hvað getið þið gert ef þið sullið óvart niður? Hvað haldið þið að Anna geri næst?

13 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Matur Þyngdarstig 1: Hvað er Nói að gera? Nóa finnst grauturinn ljúffengur en það þýðir að finnast hann mjög góður. Getið þið klappað atkvæðin í orðinu ljúffengur? Hvað finnst ykkur ljúffengt að borða? Er Kári glaður eða leiður á svipinn? Þyngdarstig 2: Hvað bindur Nana um Nóa? Hvað haldið þið að börnin hugsi þegar þau sjá Nóa? Nóa finnst hafragrauturinn ljúffengur. Hvað merkir það? Prófið að klappa atkvæðin í orðinu ljúffengur. Hvernig líður Nóa þegar krakkarnir sjá hann? Af hverju má mannfólk ekki sjá Nönu og Nóa? Hvað haldið þið að krakkarnir geri núna þegar þau eru búin að sjá álfana? Hvaða matur finnst ykkur ljúffengur? Hvernig hjálpar matur líkamanum okkar? Af hverju þurfum við að borða mismunandi mat, t.d. grænmeti, kjöt, brauð o.s.frv.? Af hverju er gott að smakka nýjan mat?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 14 Umræðuefni: Vinátta Þyngdarstig 1: Krakkarnir eru undrandi en það þýðir að vera hissa. Getið þið verið hissa á svipinn? Hvernig líður Nönu á myndinni? Hvernig eruð þið góð við vini ykkar? Hvað heita vinir ykkar? Þyngdarstig 2: Hver hjálpar Nóa upp úr grautnum? Kári lyftir Nóa upp úr volgum grautnum. Hvað ætli orðið volgur merki? Hvað er síðasta hljóðið í orðinu volgur? Hvað annað en grautur getur verið volgt? Krakkarnir horfa undrandi á álfana. Hvað þýðir að vera undrandi? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu undrandi? Hafið þið einhvern tíman orðið undrandi yfir einhverju? Hvernig haldið þið að Nönu og Nóa líði þegar þau átta sig á að börnin vilja verða vinir þeirra? Haldið þið að Nana og Nói séu góðir vinir? Eigið þið vini í skólanum? Hvernig passið þið upp á vini ykkar í skólanum? Af hverju hjálpum við vinum okkar þegar þeim líður illa?

15 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Hreinlæti Þyngdarstig 1: Hvað er Kári að gera við Nóa? Nú er Nói tandurhreinn en það þýðir að hann er ekki lengur skítugur. Hvað gerið þið til að verða tandurhrein? Af hverju þvoum við hendur? Hvar er Bússi? Þyngdarstig 2: Nói verður tandurhreinn þegar Kári er búinn að dýfa honum í vatnskönnuna. Hvað haldið þið að orðið tandurhreinn þýði? Byrjar orðið tandurhreinn á hljóðinu /t/ eða /s/? Hvað gerið þið til að verða tandurhrein? Hvernig haldið þið að vatnið smakkist þegar Nói er búinn að baða sig í því? Aría ypptir öxlum, hvað þýðir það nú? Hvernig yppið þið öxlum? Af hverju er mikilvægt að þvo sér um hendur fyrir matartíma? Hvað ættuð þið að gera ef þið missið mat á gólfið? Hvers vegna er mikilvægt að þvo sér um hendur eftir klósettferðir? Hvar er Bússi?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 16 Umræðuefni: Að hjálpa öðrum Þyngdarstig 1: Hvað eru krakkarnir að borða? Kári hleypur leiftursnöggt með álfana út í glugga. Það þýðir að fara mjög hratt með álfana út í glugga. Hafið þið hlupið mjög hratt, alveg leifturstöggt? Hvernig hjálpið þið vini ykkar? Þyngdarstig 2: Hvers vegna haldið þið að Kári hjálpi Nönu og Nóa? Nói er smeykur þegar Lúkas og Anna koma. Hvað þýðir að vera smeykur? Af hverju haldið þið að Nói sé smeykur þegar Lúkas og Anna nálgast? Getið þið fundið orð sem rímar við smeykur? (t.d. leikur) Kári hleypur leiftursnöggt með álfana út í gluggann. Hvað þýðir leiftursnöggt? Hvað hafið þið gert leiftursnöggt? Hvar fela Nana og Nói sig? Hvað haldið þið að Nana og Nói geri næst? Hvernig hjálpið þið vinum ykkar? Hvernig líður ykkur þegar þið hafið hjálpað öðrum?

17 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Lestrarstund (uppáhalds bækur/sögur) Þyngdarstig 1: Hvað eru börnin að fara að gera? Nana og Nói frjósa eins og styttur. Kunnið þið að frjósa eins og styttur? Nana og Nói hlusta áhugasöm á söguna sem þýðir að þeim finnst sagan spennandi. Getið þið klappað atkvæðin í orðinu spennandi? Hvaða bók finnst ykkur skemmtileg? Þyngdarstig 2: Hvar sitja krakkarnir í lestrarstundinni? Nana og Nói hlusta áhugasöm. Hvað þýðir að vera áhugasamur? Nönu og Nóa fannst notalegt í samverustundinni. Hvað þýðir orðið notalegt? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu notalegt? Hvað finnst ykkur notalegt að gera? Af hverju frjósa Nana og Nói eins og styttur? Hvað finnst ykkur skemmtilegast við að lesa bók? Hvernig finnst ykkur best að láta lesa fyrir ykkur? Af hverju finnst ykkur gott að láta lesa fyrir ykkur?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 18 Umræðuefni: Dans eða hreyfing Þyngdarstig 1: Nana finnur fyrir eirðarleysi í samverustundinni. Það þýðir að hún á erfitt með að sitja og hlusta á söguna. Finnst ykkur stundum erfitt að sitja og hlusta á sögu? Hvað gerið þið þá? Ég sé einn kennara, en hvað sjáið þið mörg börn? Prófum að telja. Hvar er Bússi? Þyngdarstig 2: Nana finnur fyrir eirðarleysi í sögustundunni. Hvað haldið þið að orðið eirðarlaus þýði? Hvaða hljóð heyrið þið aftast í orðinu eirðarlaus? Hvað gerir Nana í samverustundinni? Hvað gerir Nói í samverustundinni? Af hverju vill Nana fara að hreyfa líkamann og dansa? Haldið þið að Anna nái að klára að lesa bókina? Hvað gerið þið ef þið finnið fyrir eirðarleysi? Hvernig líður ykkur þegar þið dansið eða hreyfið ykkur? Hvernig hjálpar hreyfing okkur að verða sterk og hraust? Hvar er Bússi?

19 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Árstíðir Þyngdarstig 1: Hvar fela álfarnir sig? Úti er úrkoma sem þýðir að það er rigning. Kunnið þið að klappa atkvæðin í orðinu úrkoma? Hvernig er best að klæða sig þegar það er úrkoma/rigning úti? Hvað haldið þið að krakkarnir geri í útiverunni? Þyngdarstig 2: Hvert hoppa Nana og Nói þegar krakkarnir labba fram hjá? Það er úrkoma úti. Hvað þýðir orðið úrkoma? Getur úrkoma þýtt eitthvað annað en rigning? (t.d. snjór) Álfarnir klifra lipurlega niður í vasann. Hvað þýðir það? Hvernig eru krakkarnir klæddir úti? Hvernig haldið þið að álfunum líði þegar þeir fela sig í vasanum. Hvað finnst ykkur skemmtilegast að gera úti í rigningu? Það eru fjórar árstíðir, getið þið nefnt þær? Hvað heitir árstíðin þegar það snjóar og er kalt úti? Hvaða árstíð finnst ykkur skemmtilegust og af hverju? Hvaða föt notum við þegar það er úrkoma?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 20 Umræðuefni: Lykt Þyngdarstig 1: Hvað gerir Nana? Nana og Nói skellihlæja en það þýðir að hlæja mjög mikið. Kunnið þið að skellihlæja? Hvaða lykt finnst ykkur góð? Hvaða lykt finnst ykkur ekki góð? Þyngdarstig 2: Hvað gerir Nana í vasanum? Nana flissaði þegar hún prumpaði. Hvað merkir orðið flissa? Getið þið fundið orð sem að ríma við orðið flissa? (t.d. pissa, hissa) Tvíburarnir skellihlæja. Hvað þýðir það? Kunnið þið að skellihlæja? Af hverju hlæja þau svona mikið? Hafið þið fundið táfýluprumpulykt? Hvernig er hún? Hvað haldið þið að gerist þegar krakkarnir fara út að leika? Hvað er Aría að gera í sandkassanum? Hvaða lykt finnst ykkur best og af hverju? En hvaða lykt finnst ykkur vond og af hverju? Hvernig getur lykt minnt okkur á ákveðna staði eða ákveðið fólk?

21 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Hver getur hjálpað okkur þegar við verðum hrædd? Þyngdarstig 1: Nói er skelfingu lostinn þegar hann fýkur sem þýðir að hann er mjög hræddur. Hafið þið orðið skelfingu lostin? Hvað gerðist? Hver bjargar Nóa? Hver hjálpar ykkur þegar þið eruð hrædd? Hvar er Bússi? Þyngdarstig 2: Hvað kemur fyrir sokkabuxurnar hans Nóa? Nói er skelfingu lostinn þegar hann fýkur. Hvað þýðir það? Hafið þið orðið skelfingu lostin? Af hverju? Hvernig haldið þið að Nóa líði þegar hann fýkur upp í loftið? Hver hjálpar Nóa niður? Hvað haldið þið að hefði gerst ef Aría hefði ekki gripið Nóa? Af hverju er gott að fá hjálp þegar maður er hræddur? Hvað getið þið gert ef þið sjáið einhvern sem er hræddur? Hvar er Bússi?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 22 Umræðuefni: Eldvarnir Þyngdarstig 1: Hvað kemur frá steininum? Nói er miður sín þegar hann sér reykinn en það þýðir að hann er mjög leiður. Hafið þið orðið mjög leið, af hverju? Er steininn stór eða lítill? Hvað gerum við ef við sjáum eld? Þyngdarstig 2: Hvað er að brenna inni í álfasteininum? Nói er miður sín þegar hann sér reykinn. Hvað þýðir að vera miður sín? Hafið þið einhvern tímann orðið miður ykkar? Hvað gerðist þá? Af hverju verða Nana og Nói hrædd þegar þau sjá reykinn? Af hverju má aldrei fara frá þegar verið er að elda mat? Hvað á að gera ef þið sjáið eld eða reyk? Af hverju fer reykskynjari í gang? Hvaða gerum við þegar reykskynjari fer í gang? Hvernig notum við slökkvitæki ef eldur kviknar? Hvers vegna er mikilvægt að taka þátt í eldvarnaæfingum? Haldið þið að það sé reykskynjari í álfasteininum? Hvað haldið þið að Nana og Nói geri núna?

23 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Að læra af mistökum Þyngdarstig 1: Hvar er súpan? Það er fnykur inni sem þýðir vond lykt. Nú skulum við klappa saman atkvæði í orðinu fnykur. Hafið þið fundið vonda lykt eða fnyk? Hvenær? Hvar er Bússi? Þyngdarstig 2: Það er fnykur í álfsteininum. Hvað haldið þið að orðið fnykur þýði? Klappið nú atkvæðin í orðinu fnykur. Hver kemur heim? Hvað haldið þið að álfamamma geri næst? Hvernig haldið þið að Nönu og Nóa líði núna? Hvernig getur það hjálpað ykkur að gera mistök? Hafið þið gert eitthvað óvart og lært af mistökunum? Af hverju er mikilvægt að vera ekki hræddur við að gera mistök?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 24 Umræðuefni: Traust Þyngdarstig 1: Nana og Nói segja mömmu alla sólarsöguna sem þýðir að þau sögðu henni allt sem hafði gerst. Eruð þið dugleg að segja fullorðnum frá því sem kemur fyrir ykkur? Hvað er álfamamma að gera við krakkana á myndinni? Hvernig haldið þið að þeim líði? Hvern finnst ykkur best að knúsa? Þyngdarstig 2: Tvíburarnir segja mömmu alla sólarsöguna. Hvað er átt við með því? Hvað er fyrsta hljóðið í orðinu sólarsaga? Nana og Nói eru döpur yfir því sem gerðist. Hvað þýðir að vera dapur? Álfamamma vill vita hvort þau séu óhult. Hvað er átt við með því? Hvers vegna er álfamamma áhyggjufull? Hvernig bregst álfamamma við þegar þau segja henni alla söguna? Hafið þið einhvern tímann þurft að hugga einhvern sem var dapur? Hvernig hjálpuðuð þið þeim? Hvernig líður ykkur þegar þið faðmið einhvern sem þið elskið? Af hverju er mikilvægt að segja sannleikann þó að það sé stundum erfitt? Af hverju er gott að tala við einhvern sem þið treystið þegar þið eruð hrædd eða leið? Getið þið talað við einhvern sem þið treystið? Hvar haldið þið að krakkarnir í skólanum séu núna?

25 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Umræðuefni: Tilhlökkun Þyngdarstig 1: Hvað borða álfarnir? Þeim finnst könglarnir gómsætir sem þýðir að þeir eru mjög góðir. Hvað finnst ykkur gómsætt? Hvað hlakkið þið mest til að gera í dag? Þyngdarstig 2: Hvað borða álfatvíburarnir? Könglarnir eru gómsætir. Hvað þýðir það? Getið þið klappað atkvæðin í orðinu gómsætt? Hvaða matur finnst ykkur gómsætur? Nana og Nói borða með bestu lyst. Hvað er átt við með því? Af hverju haldið þið að Nana og Nói vilji fara aftur í skólann? Er eitthvað sem að þið hlakkið til að gera? Hvernig líður ykkur þegar þið hlakkið til einhvers? Haldið þið að álfarnir fari aftur í heimsókn í leikskólann?

| Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | 26 Verkefni 1. Spjallið saman og rifjið upp söguna. • Hvað heita álfarnir? • Af hverju máttu Nana og Nói ekki fara út úr álfasteininum? • Hvað var álfamamman að fara að sækja í súpuna? • Hvað langaði álfana að smakka við morgunverðarborðið? • Hvað gerðu álfarnir í lestrarstundinni? • Hvað kom fyrir Nóa úti í sandkassa? • Af hverju var álfamamma áhyggjufull þegar krakkarnir komu heim? • Hvað fengu álfarnir að borða þegar þeir komu heim? • Hvað fannst þér/ykkur skemmtilegt í sögunni? • Fannst þér/ykkur eitthvað skrítið í sögunni? 2. Finnið Bússa á hverri opnu og segið hvar hann er staðsettur. T.d. er hann fyrir framan, aftan, undir, við hliðina á, í miðjunni o.s.frv. 3. Tengsl við eigin reynslu? • Hafið þið fengið súpu í morgunmat? • Hafið þið gert eitthvað sem mátti ekki? • Hafið þið smakkað mat sem ykkur þótti skrítinn? • Hafið þið farið út í rok og fokið? • Hafið þið fundið táfýluprumpulykt? 4. Teiknið uppáhalds persónur í bókinni eða senur. Biðjið síðan börnin um að lýsa því sem þau teiknuðu, t.d. í næsta hópastarfi eða samverustund. 5. Farið út og finnið álfanammi (köngla og laufblöð). Síðar er hægt að vinna með álfanammið: • Líma eða stimpla á myndir. • Mála könglana og laufblöðin og búa til skreytingar. • Búa til álfasúpu.

27 | Álfakrílin | Hugmyndabanki og verkefni | 40777 | MMS 2025 | Ítarefni Verkefni á vef til útprentunar: • Myndir á spjöldum. T.d. myndir af: • Álfunum að dingla fótum • Kára að drolla • Systkinin döpur • Nói skelfingu lostinn • Hægt að hafa bingóspjöld og lottó. • Stórar myndir og spurningar aftan á (eins og Orð eru ævintýri) • Litabók af persónum og myndum úr bókinni (frá Bergrúnu) Verkefni á vef • Orðaleikir, t.d. Ég sé… • Para saman, setja mynd ofan á mynd. T.d. heil opna og til hliðar eru myndir sem hægt er að para saman við það sem er á opnunni. • Fyrir eldri börn: para saman orð og mynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=