Álfakrílin

6 Nói verður fljótt þreyttur á að hræra í súpunni. „Æ, mig langar svo að vita hvað mannabörnin eru að gera,“ segir hann forvitinn. „Mig líka! Við skulum læðast inn í skólann og kíkja á þau,“ stingur Nana upp á. „En mannfólk má ekki sjá okkur,“ segir Nói áhyggjufullur. „Iss! Við verðum svo stutt að enginn tekur eftir okkur,“ svarar Nana. „Allt í lagi,“ segir Nói hikandi. Hann hoppar niður á gólf og lendir beint á rassinum. Þegar hann stendur upp nuddar hann auman afturendann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=