Álfakrílin

Álfatvíburarnir Nana og Nói eru nývöknuð. Þau dingla fótunum fram af kojunni og fylgjast með álfamömmu elda morgunsúpu. „Megum við fara út að leika?“ spyr Nana glaðlega. „Ekki núna. Það er skóladagur og krakkarnir geta séð ykkur,“ svarar álfamamma. Tvíburarnir líta út um gluggann. Þar ganga mannabörn fram hjá á leið í skólann. Nönu og Nóa finnst skólinn spennandi en álfamamma segir að mannfólk sé hættulegt og megi alls ekki sjá þau. 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=