Álfakrílin

Nana og Nói eru forvitnir litlir álfar sem búa í álfasteini rétt hjá skóla. Einn daginn ákveða þau að læðast inn í skólann og fylgjast með mannabörnunum. Þar lenda þau í alls konar ævintýrum og koma heim reynslunni ríkari. Sagan um Nönu og Nóa er bæði skemmtileg og hrífandi og hefur það að markmiði að auka orðaforða barna. Fremst eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að lesa bókina á sem árangursríkastan hátt. Aftast eru skemmtileg verkefni til að dýpka þekkingu barna á textanum. Höfundar eru Kristín Björg Sigurvinsdóttir rithöfundur og Sigrún Alda Sigfúsdóttir talmeinafræðingur. Myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. 40357

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=