Álfakrílin

Verkefni 1. Meðan lesið er þá er tilvalið að spjalla saman og rifja upp söguna. • Hvað heita álfarnir? • Af hverju máttu Nana og Nói ekki fara út úr álfasteininum? • Hvað var álfamamma að fara að sækja til að setja í súpuna? • Hvað langaði álfana að smakka við morgunverðarborðið? • Hvað gerðu álfarnir í lestrarstundinni? • Hvað kom fyrir Nóa úti í sandkassa? • Af hverju var álfamamma áhyggjufull þegar krakkarnir komu heim? • Hvað fengu álfarnir að borða þegar þeir komu heim? • Hvað fannst þér/ykkur skemmtilegt í sögunni? • Fannst þér/ykkur eitthvað skrítið í sögunni? 2. Finnið gæludýrið Bússa. Hvar er hann? Er hann fyrir framan, aftan, ofan á, undir, við hliðina á, í miðjunni eða bara einhvers staðar annars staðar? 3. Á hverri opnu eru spurning til að ræða við börnin. Gott er að velja spurningar sem hæfa aldri barnanna sem lesið er fyrir í hvert skipti sem bókin er lesin. 4. Útskýrið vel þau orð sem eru skáletruð í textanum. Gott er að styðjast við skýringar í hugmyndabanka eða á þeim síðum þar sem orðin koma fyrir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=