38 Af hverju er álfamamma glöð? Tvíburarnir segja álfamömmu alla sólarsöguna. „En mannfólk má ekki sjá okkur,“ segir álfamamma áhyggjufull. „Fyrirgefðu,“ segja Nana og Nói döpur. „Eruð þið óhult?“ spyr hún og strýkur þeim um vangann „Já, börnin eru ekki hættuleg. Við eignuðumst marga vini,“ segir Nana brosandi. Álfamamma hugsar sig um „Takk fyrir að segja mér sannleikann,“ segir hún hlýlega og faðmar þau að sér. Að segja sólarsöguna þýðir að segja frá öllu sem gerðist. Nana og Nói segja álfamömmu alla sólarsöguna. Hún er glöð að allt sé í lagi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=