Álfakrílin

Hvað kemur fyrir Nóa í útiverunni? Álfarnir hoppa í sandkassann. Í sömu mund kemur sterk vindhviða og Nói hefst á loft. „HJÁLP!“ kallar hann skelfingu lostinn. Nana grípur í sokkabuxurnar hans. Þá gerist dálítið óvænt. Sokkabuxurnar lengjast og lengjast og Nói fýkur hærra og hærra þar til hann verður eins og flugdreki. Aría kemur til bjargar. Hún hoppar upp og grípur Nóa. „Hjúkk! Takk fyrir,“ segir Nói þakklátur. 32

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=