28 „Nú er útivera,“ segir Anna þegar hún lýkur lestrinum. „Jibbý!“ hrópa krakkarnir og stökkva á fætur. Nana og Nói hoppa í hettuna á peysunni hans Kára þegar hann gengur fram hjá. Úti er úrkoma svo öll börnin þurfa að klæða sig vel. „Felið ykkur hér,“ hvíslar Kári og opnar vasann á regnjakkanum. Álfarnir klifra lipurlega niður í vasann. Börnin hlaupa um í marglituðum pollagöllum og stígvélum. Úrkoma er rigning. Álfarnir fela sig í vasanum hans Kára. Úti er úrkoma og krakkarnir eru í pollagöllum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=