Leiðbeiningar Bókin Álfakrílin er ætluð börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla. Sögutextinn er settur upp á tvo vegu. Öðrum megin á opnunni er lengri texti sem hentar vel til upplesturs og fyrir börn sem eru farin að lesa flóknari texta sjálf. Hinum megin er styttri og einfaldari texti fyrir yngri börn og þau sem hafa minna úthald í bókalestur. Sá texti er einnig góður fyrir börn sem eru að byrja að lesa sjálf. Á hverri opnu eru nokkur orð skáletruð og til hliðar eru blöðrur sem útskýra sum orðin. Í hugmyndabanka á vef mms.is eru útskýringar á fleiri orðum. Gott er að staldra við skáletruðu orðin og útskýra þau sérstaklega. Aftast í bókinni eru verkefni til að dýpka skilning. Við hvetjum ykkur til að hafa nokkur atriði í huga við lestur bókarinnar svo hann verði árangursríkur. 1. Áður en lestur hefst er gott að lesa titil bókarinnar og skoða bókarkápuna. Þetta hjálpar börnunum að öðlast skilning á innihaldi sögunnar og undirbýr þau fyrir framhaldið. Til dæmis er hægt að spyrja spurninga eins og „Um hvað haldið þið að bókin sé?“ og „Hvað haldið þið að álfarnir séu að fara að gera í bókinni?“ 2. Mikilvægt er að lesa bókina á líflegan hátt, nota blæbrigði, líkamstjáningu og ljá sögupersónunum mismunandi raddir. Þetta hjálpar til við að halda athygli barna og gerir lesturinn spennandi. 3. Gefið ykkur tíma til að stoppa reglulega og skoða myndirnar, benda á þær og segja orðin. Það er gott að benda á myndirnar sem passa við það sem þið segið, til dæmis benda á Nóa þegar er lesið um Nóa. Þetta hjálpar börnunum að skilja textann betur með því að gefa þeim sjónrænar vísbendingar. 4. Hægt er að þjálfa lesskilning með því að spyrja börnin út í söguna eða biðja þau um að benda á viðeigandi persónur og hluti í bókinni. 5. Í lokin er gott að draga saman efni bókarinnar með því að rifja upp söguna. 6. Gott er að hafa í huga að endurtekning hjálpar börnum að skilja söguna betur. Börn læra alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=