Álfakrílin

„Ég skal hjálpa þér,“ segir Kári og lyftir Nóa upp úr volgum grautnum. Nana hoppar niður og hrópar: „Stopp! Ekki meiða hann.“ Krakkarnir horfa undrandi á álfana. „Við meiðum ykkur ekki. Ég heiti Aría. Eigum við að vera vinir?“ segir glaðleg stelpa. Vinir? En er mannfólk ekki hættulegt? hugsa Nana og Nói og líta hvort á annað. Þau kinka kolli og segja hikandi: „Já, verum vinir. Við heitum Nana og Nói.“ 18

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=