Lúkas hjálpar Önnu að þrífa upp mjólkina. „Fljótur, smakkaðu grautinn núna,“ segir Nana. Hún bindur vinaband um Nóa og lætur hann síga niður. Hann stingur hendinni í grautinn og smakkar. „Mmm, þetta er ljúffengt.“ „Hver ert þú?“ spyr Kári. Nói lítur upp og sér að öll börnin stara á hann. Nói skelfur af hræðslu og spriklar svo að hann snýst í hringi. Þá missir Nana takið á bandinu og Nói dettur beint ofan í hafragrautinn. 16 Nana lætur Nóa síga niður í bandi. Nói smakkar ljúffengan grautinn. Allir krakkarnir sjá Nóa. Honum bregður og hann dettur ofan í pottinn. Ljúffengt er eitthvað sem er gott á bragðið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=