Álfakrílin

Strákurinn stoppar og kíkir á orma í polli. „Hættu nú að drolla, Kári minn. Drífum okkur inn,“ kallar pabbinn og Kári kemur hlaupandi. „Flýtum okkur á eftir þeim!“ hrópar Nana og þau taka á sprett. Álfarnir rétt ná að smeygja sér inn fyrir áður en hurðin lokast. Hvert hlaupa Nana og Nói? Fyrir innan er margt um að vera. Krakkar klæða sig úr útifötunum og ganga inn á deild. Nana og Nói klifra upp á skáp til fylgjast betur með þeim. 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=