Kristín Björg Sigurvinsdóttir Sigrún Alda Sigfúsdóttir Bergrún Íris Sævarsdóttir
Álfakrílin ISBN 978-9979-0-2982-3 © 2025 Kristín Björg Sigurvinsdóttir og Sigrún Alda Sigfúsdóttir © 2025 Myndhöfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir Málfarslestur: Diljá Þorbjargardóttir Ritstjórar: Andrea Anna Guðjónsdóttir og Signý Gunnarsdóttir Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 1. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Öll réttindi áskilin Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf. / Best print – Eistland
Leiðbeiningar Bókin Álfakrílin er ætluð börnum á leikskólaaldri og yngsta stigi grunnskóla. Sögutextinn er settur upp á tvo vegu. Öðrum megin á opnunni er lengri texti sem hentar vel til upplesturs og fyrir börn sem eru farin að lesa flóknari texta sjálf. Hinum megin er styttri og einfaldari texti fyrir yngri börn og þau sem hafa minna úthald í bókalestur. Sá texti er einnig góður fyrir börn sem eru að byrja að lesa sjálf. Á hverri opnu eru nokkur orð skáletruð og til hliðar eru blöðrur sem útskýra sum orðin. Í hugmyndabanka á vef mms.is eru útskýringar á fleiri orðum. Gott er að staldra við skáletruðu orðin og útskýra þau sérstaklega. Aftast í bókinni eru verkefni til að dýpka skilning. Við hvetjum ykkur til að hafa nokkur atriði í huga við lestur bókarinnar svo hann verði árangursríkur. 1. Áður en lestur hefst er gott að lesa titil bókarinnar og skoða bókarkápuna. Þetta hjálpar börnunum að öðlast skilning á innihaldi sögunnar og undirbýr þau fyrir framhaldið. Til dæmis er hægt að spyrja spurninga eins og „Um hvað haldið þið að bókin sé?“ og „Hvað haldið þið að álfarnir séu að fara að gera í bókinni?“ 2. Mikilvægt er að lesa bókina á líflegan hátt, nota blæbrigði, líkamstjáningu og ljá sögupersónunum mismunandi raddir. Þetta hjálpar til við að halda athygli barna og gerir lesturinn spennandi. 3. Gefið ykkur tíma til að stoppa reglulega og skoða myndirnar, benda á þær og segja orðin. Það er gott að benda á myndirnar sem passa við það sem þið segið, til dæmis benda á Nóa þegar er lesið um Nóa. Þetta hjálpar börnunum að skilja textann betur með því að gefa þeim sjónrænar vísbendingar. 4. Hægt er að þjálfa lesskilning með því að spyrja börnin út í söguna eða biðja þau um að benda á viðeigandi persónur og hluti í bókinni. 5. Í lokin er gott að draga saman efni bókarinnar með því að rifja upp söguna. 6. Gott er að hafa í huga að endurtekning hjálpar börnum að skilja söguna betur. Börn læra alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti.
Álfatvíburarnir Nana og Nói eru nývöknuð. Þau dingla fótunum fram af kojunni og fylgjast með álfamömmu elda morgunsúpu. „Megum við fara út að leika?“ spyr Nana glaðlega. „Ekki núna. Það er skóladagur og krakkarnir geta séð ykkur,“ svarar álfamamma. Tvíburarnir líta út um gluggann. Þar ganga mannabörn fram hjá á leið í skólann. Nönu og Nóa finnst skólinn spennandi en álfamamma segir að mannfólk sé hættulegt og megi alls ekki sjá þau. 2
Hvað vilja Nana og Nói? Nana og Nói eru nývöknuð. Þau dingla fótunum fram af kojunni. Þau vilja fara út að leika en mannfólk má ekki sjá þau. 3 Að dingla fótunum þýðir að sveifla fótunum fram og til baka.
Hvað heitir gæludýrið? „Ég þarf að sækja laufblöð í súpuna. Getið þið hrært í pottinum á meðan?“ spyr álfamamma. Nana og Nói kinka kolli. Álfamamma setur á sig bakpoka og kveður börnin sín. Potturinn er svo stór að Nói situr á öxlunum á Nönu til að ná í sleifina. Í bælinu liggur uglukisan Bússi og hreinsar veiðihárin með vængjunum. Hann er skondið gæludýr. 4
5 Álfamamma fer og sækir laufblöð í morgunsúpuna. Nói situr á háhesti og hrærir í pottinum á meðan. Bússi hreinsar veiðihárin. Hann er skondið gæludýr. Skondið er eitthvað sem er fyndið eða skemmtilegt.
6 Nói verður fljótt þreyttur á að hræra í súpunni. „Æ, mig langar svo að vita hvað mannabörnin eru að gera,“ segir hann forvitinn. „Mig líka! Við skulum læðast inn í skólann og kíkja á þau,“ stingur Nana upp á. „En mannfólk má ekki sjá okkur,“ segir Nói áhyggjufullur. „Iss! Við verðum svo stutt að enginn tekur eftir okkur,“ svarar Nana. „Allt í lagi,“ segir Nói hikandi. Hann hoppar niður á gólf og lendir beint á rassinum. Þegar hann stendur upp nuddar hann auman afturendann.
7 Hvert ætla Nana og Nói að kíkja? Afturendi er annað orð yfir rass. Nana og Nói eru forvitin. Þau vilja vita meira um skólann. Þau ákveða að kíkja á börnin. Nói hoppar niður á gólf og lendir á rassinum. Hann nuddar auman afturendann.
8 Hver kemur gangandi með pabba sínum? Álfarnir setja á sig skotthúfur og fara í skó. Þeir gægjast gætilega út fyrir dyrnar. Bússi mjálmar og baðar út vængjunum. „Þú mátt ekki koma með, Bússi. Við erum að fara í spæjaraleiðangur,“ segir Nana. Bússi hristir sig móðgaður og vill ólmur koma með. Tvíburarnir hrökkva í kút þegar strákur gengur fram hjá með pabba sínum. Álfarnir klæða sig og kíkja gætilega út um dyrnar. Strákur kemur gangandi með pabba sínum. Gætilega þýðir að fara varlega.
9 DROPP DROPP DRIPPIDÍ DRIPP
Strákurinn stoppar og kíkir á orma í polli. „Hættu nú að drolla, Kári minn. Drífum okkur inn,“ kallar pabbinn og Kári kemur hlaupandi. „Flýtum okkur á eftir þeim!“ hrópar Nana og þau taka á sprett. Álfarnir rétt ná að smeygja sér inn fyrir áður en hurðin lokast. Hvert hlaupa Nana og Nói? Fyrir innan er margt um að vera. Krakkar klæða sig úr útifötunum og ganga inn á deild. Nana og Nói klifra upp á skáp til fylgjast betur með þeim. 10
11 Nana og Nói taka á sprett og hlaupa inn í skólann. Þau klifra upp á skáp og fylgjast með krökkunum. Að taka á sprett þýðir að hlaupa mjög hratt.
Skyndilega kemur einhver gangandi með matarvagn. Nana og Nói fela sig á bak við fatakassana á hillunni. „Hæ, Lúkas. Má ég hjálpa þér?“ spyr Kári glaðlega. „Já, endilega,“ svarar Lúkas og leyfir honum að ýta vagninum. Á honum er stór pottur fullur af furðulegu klístri. Nana og Nói læðast á eftir þeim. Á bak við þau flýgur Bússi laumulega inn um gluggann og felur sig. 12
13 Hvað er á matarvagninum? Furðulegt er eitthvað sem er skrítið eða öðruvísi. Nana og Nói sjá Lúkas koma með matarvagninn. Á vagninum er fullur pottur af furðulegu klístri.
Álfarnir sveifla sér í ljósunum þar til þeir koma inn á deild. „Nei, sko! Þarna eru Lúkas og Kári mættir með hafragrautinn,“ segir Anna glaðlega. Krakkarnir fagna og allir fá furðulega klístrið í skál. „Sjáðu, þeim finnst þessi grautur góður. Ég vil líka smakka,“ segir Nói. KRASS! 14
Hver sullar niður? Anna rekur sig í mjólkurfernuna og mjólk sullast út um ALLT. 15 Öll börnin fagna þegar þau fá hafragraut í skál. Nói vill líka smakka. Anna sullar niður mjólk. Að fagna þýðir að sýna gleði og ánægju.
Lúkas hjálpar Önnu að þrífa upp mjólkina. „Fljótur, smakkaðu grautinn núna,“ segir Nana. Hún bindur vinaband um Nóa og lætur hann síga niður. Hann stingur hendinni í grautinn og smakkar. „Mmm, þetta er ljúffengt.“ „Hver ert þú?“ spyr Kári. Nói lítur upp og sér að öll börnin stara á hann. Nói skelfur af hræðslu og spriklar svo að hann snýst í hringi. Þá missir Nana takið á bandinu og Nói dettur beint ofan í hafragrautinn. 16 Nana lætur Nóa síga niður í bandi. Nói smakkar ljúffengan grautinn. Allir krakkarnir sjá Nóa. Honum bregður og hann dettur ofan í pottinn. Ljúffengt er eitthvað sem er gott á bragðið.
Hvernig kemst Nói niður til að smakka hafragrautinn? 17
„Ég skal hjálpa þér,“ segir Kári og lyftir Nóa upp úr volgum grautnum. Nana hoppar niður og hrópar: „Stopp! Ekki meiða hann.“ Krakkarnir horfa undrandi á álfana. „Við meiðum ykkur ekki. Ég heiti Aría. Eigum við að vera vinir?“ segir glaðleg stelpa. Vinir? En er mannfólk ekki hættulegt? hugsa Nana og Nói og líta hvort á annað. Þau kinka kolli og segja hikandi: „Já, verum vinir. Við heitum Nana og Nói.“ 18
Hver lyftir Nóa upp úr grautnum? 19 Krakkarnir horfa undrandi á álfana. Nana og Nói eru hrædd. Krakkarnir vilja vera vinir þeirra. Að vera undrandi þýðir að vera hissa.
Kári tekur Nóa upp og dýfir honum ofan í vatnskönnuna til að þrífa hann. Við það verður Nói tandurhreinn. „Eruð þið álfar?“ spyr Kári. „Já. Við búum í steininum fyrir utan skólann,“ svarar Nana. „En mömmur mínar segja að álfar séu ekki til,“ segir Aría og ypptir öxlum. „Við erum bara víst til!“ segir Nói ákveðinn. Lúkas og Anna klára að þrífa upp mjólkina. 20
Hvað gerir Kári við Nóa? 21 Að vera tandurhreinn er að vera mjög hreinn. Kári stingur Nóa ofan í vatnskönnu. Þá verður Nói tandurhreinn. Krakkarnir hafa aldrei séð álfa áður.
22 Þau eru að koma!“ segir Nói smeykur þegar Lúkas og Anna nálgast. Þá grípur Kári álfana leiftursnöggt í fangið og hleypur með þá út í gluggakistu. Nana og Nói fela sig bak við bækur. Krakkarnir brosa laumulega til álfanna á meðan þau klára morgun- matinn. ÚBBBS! Leiftursnöggt er að gera eitthvað mjög hratt. Kári grípur Nönu og Nóa og hleypur leiftursnöggt með þau út í glugga. Krakkarnir klára að borða morgunmatinn.
23 Hvert hleypur Kári með Nönu og Nóa?
24 Nú er komið að lestrarstund. Börnin setjast á gólfið og Anna velur bók. Hún tekur einmitt bókina sem Nana og Nói fela sig bak við. Álfarnir eru fljótir að hugsa og frjósa eins og styttur. Þegar Anna byrjar að lesa hlusta Nana og Nói áhugasöm. Það er svo notalegt að hlusta á skemmtilega sögu.
Hvað gera Nana og Nói þegar Anna tekur bókina? 25 Áhugasöm þýðir að hafa áhuga á hlutum. Börnin fara í lestrarstund. Anna velur bókina sem Nana og Nói fela sig bak við. Þau frjósa eins og styttur. Nana og Nói hlusta áhugasöm.
Eftir stutta stund finnur Nana fyrir eirðarleysi. Þá langar hana að hreyfa líkamann. Hún stendur upp og byrjar að dansa. Nói stekkur líka á fætur og grettir sig. Krakkarnir hlæja þegar álfarnir dilla sér. Anna er hæstánægð með hvað börnunum þykir bókin skemmtileg. Hún veit auðvitað ekki af rassadillandi álfunum. 26
Hvað gera Nana og Nói í lestrarstundinni? 27 Eirðarleysi er að vera órólegur. Eftir stutta stund finnur Nana fyrir eirðarleysi. Nana og Nói dansa og dilla sér. Það finnst krökkunum fyndið.
28 „Nú er útivera,“ segir Anna þegar hún lýkur lestrinum. „Jibbý!“ hrópa krakkarnir og stökkva á fætur. Nana og Nói hoppa í hettuna á peysunni hans Kára þegar hann gengur fram hjá. Úti er úrkoma svo öll börnin þurfa að klæða sig vel. „Felið ykkur hér,“ hvíslar Kári og opnar vasann á regnjakkanum. Álfarnir klifra lipurlega niður í vasann. Börnin hlaupa um í marglituðum pollagöllum og stígvélum. Úrkoma er rigning. Álfarnir fela sig í vasanum hans Kára. Úti er úrkoma og krakkarnir eru í pollagöllum.
29 Hvernig veður er úti?
Hvernig lykt er af Nóa? 30
31 „Varstu að prumpa? spyr Nói og grettir sig. „Jáhá,“ flissar Nana. Hún tekur fyrir nefið og bætir við. „Oj, ég finn líka táfýlu af þér, Nói.“ „TÁFÝLUPRUMPULYKT!“ kallar Nói. Tvíburarnir skellihlæja og stinga höfðinu upp úr vasanum. Kári gengur að sandkassanum þar sem Aría er að byggja stóran sandkastala. PRUUUUMP! Að skellihlæja er að hlæja hátt og mikið. Nana prumpar og það er táfýla af Nóa. Þau skellihlæja og Kári gengur að sandkassanum.
Hvað kemur fyrir Nóa í útiverunni? Álfarnir hoppa í sandkassann. Í sömu mund kemur sterk vindhviða og Nói hefst á loft. „HJÁLP!“ kallar hann skelfingu lostinn. Nana grípur í sokkabuxurnar hans. Þá gerist dálítið óvænt. Sokkabuxurnar lengjast og lengjast og Nói fýkur hærra og hærra þar til hann verður eins og flugdreki. Aría kemur til bjargar. Hún hoppar upp og grípur Nóa. „Hjúkk! Takk fyrir,“ segir Nói þakklátur. 32
33 Skelfingu lostinn er að vera mjög hræddur. Nói fýkur upp í loftið. „Hjálp!“ kallar hann skelfingu lostinn. Aría hoppar upp og bjargar honum.
Allt í einu finna álfarnir skrítna lykt. Er þetta táfýluprumpulykt? Nei, þessi lykt er miklu verri. Nana og Nói sjá hvar reykur kemur frá álfasteininum. „Ónei, súpan!“ hrópar Nói miður sín. „Við verðum að fara, bless!“ kallar Nana og þau hlaupa af stað. „Það var gaman að kynnast ykkur! Sjáumst kannski aftur,“ kallar Kári og vinkar þeim. Hvað sjá álfarnir koma út úr álfasteininum? 34
35 Að vera miður sín er að vera leiður. Það kemur reykur frá steininum. Ónei, súpan! hrópar Nói miður sín. Nana og Nói flýta sér heim.
Þegar Nana og Nói koma heim blasir við þeim hræðileg sjón. Súpan hefur breyst í þykka leðju og er komin út um allt gólf. Mjög slæmur fnykur er inni. Þau reyna að þrífa gólfið en leðjan er brunnin föst. Allt í einu heyra þau að hurðin opnast og álfamamma gengur inn. „Hvað gerðist?“ spyr hún hissa. 36
Hvernig fór fyrir súpunni? 37 Fnykur þýðir mjög vond lykt. Súpan er komin út um allt gólf. Það er fnykur inni. Álfamamma verður hissa þegar hún kemur heim.
38 Af hverju er álfamamma glöð? Tvíburarnir segja álfamömmu alla sólarsöguna. „En mannfólk má ekki sjá okkur,“ segir álfamamma áhyggjufull. „Fyrirgefðu,“ segja Nana og Nói döpur. „Eruð þið óhult?“ spyr hún og strýkur þeim um vangann „Já, börnin eru ekki hættuleg. Við eignuðumst marga vini,“ segir Nana brosandi. Álfamamma hugsar sig um „Takk fyrir að segja mér sannleikann,“ segir hún hlýlega og faðmar þau að sér. Að segja sólarsöguna þýðir að segja frá öllu sem gerðist. Nana og Nói segja álfamömmu alla sólarsöguna. Hún er glöð að allt sé í lagi.
39
Það tekur ekki langan tíma að þrífa upp súpuleðjuna og stuttu seinna eru þau öll sest við borðið. Álfamamma tíndi gómsæta köngla sem hægt er að rista. Nana hellir bláberjasaft í glös og Nói sækir rifsberjahlaup inni í skáp. Þau borða með bestu lyst. Nana og Nói líta út um gluggann og brosa. Kannski fara þau aftur í heimsókn í skólann á morgun. Hvað fá Nana og Nói sér að borða? 40 Gómsætt er eitthvað sem er gott á bragðið. Þau þrífa upp súpuna. Álfarnir borða gómsæta köngla sem álfamamma tíndi. Kannski fara Nana og Nói aftur í skólann á morgun.
Verkefni 1. Meðan lesið er þá er tilvalið að spjalla saman og rifja upp söguna. • Hvað heita álfarnir? • Af hverju máttu Nana og Nói ekki fara út úr álfasteininum? • Hvað var álfamamma að fara að sækja til að setja í súpuna? • Hvað langaði álfana að smakka við morgunverðarborðið? • Hvað gerðu álfarnir í lestrarstundinni? • Hvað kom fyrir Nóa úti í sandkassa? • Af hverju var álfamamma áhyggjufull þegar krakkarnir komu heim? • Hvað fengu álfarnir að borða þegar þeir komu heim? • Hvað fannst þér/ykkur skemmtilegt í sögunni? • Fannst þér/ykkur eitthvað skrítið í sögunni? 2. Finnið gæludýrið Bússa. Hvar er hann? Er hann fyrir framan, aftan, ofan á, undir, við hliðina á, í miðjunni eða bara einhvers staðar annars staðar? 3. Á hverri opnu eru spurning til að ræða við börnin. Gott er að velja spurningar sem hæfa aldri barnanna sem lesið er fyrir í hvert skipti sem bókin er lesin. 4. Útskýrið vel þau orð sem eru skáletruð í textanum. Gott er að styðjast við skýringar í hugmyndabanka eða á þeim síðum þar sem orðin koma fyrir.
Nana og Nói eru forvitnir litlir álfar sem búa í álfasteini rétt hjá skóla. Einn daginn ákveða þau að læðast inn í skólann og fylgjast með mannabörnunum. Þar lenda þau í alls konar ævintýrum og koma heim reynslunni ríkari. Sagan um Nönu og Nóa er bæði skemmtileg og hrífandi og hefur það að markmiði að auka orðaforða barna. Fremst eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að lesa bókina á sem árangursríkastan hátt. Aftast eru skemmtileg verkefni til að dýpka þekkingu barna á textanum. Höfundar eru Kristín Björg Sigurvinsdóttir rithöfundur og Sigrún Alda Sigfúsdóttir talmeinafræðingur. Myndhöfundur er Bergrún Íris Sævarsdóttir. 40357
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=