Að vefa utan vefstóls
6 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS STUTT LÝSING Verkefnið felur í sér að nemendur velja sér fyrirmynd eða teikna sjálfir fígúru. Vefa á einfaldan hátt einskeftuvefnað fram og til baka. Skreyta síðan verkið með einföldum aðferðum textílmenntar. HÆFNIVIÐMIÐ Sjá á bls. 62. TÍMALENGD Um það bil 4-6 x 40 mín, mismunandi eftir hverjum og einum nemenda og útfærslu kennara. GRUNNÞÆTTIR MENNTUNAR læsi ✔ sjálfbærni heilbrigði og velferð ✔ lýðræði og mannréttindi ✔ jafnrétti ✔ sköpun SAMÞÆTTING Hægt er að samþætta verkefnið við íslensku og biðja nemendur um að búa til sögu út frá plaströrsfígúrunni. Einnig væri hægt að nýta það inn í samfélagsgreinar og útbúa t.d. þemaverkefni um samfélagið. Hver og einn nemandi býr til sína fígúru, nemendur búa til þorp og útbúa heilt samfélag. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ • nemendur velji sér fyrirmynd eða teikni hana sjálfir og vinna út frá henni, • nemendur rifji upp hvernig á að vefa ef þeir hafa ofið áður, • læra að vefa ef nemendur hafa ekki ofið áður, • búa til skemmtilega fígúru sem hægt er að nota sem skraut, til dæmis í glugga. 1. Plaströrsfígúra
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=