Að vefa utan vefstóls

AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS 4 Tilgangur og markmið Í hverju verkefni koma fram grunnupplýsingar eins og hvað þarf í verkið, aðferð og myndir. Skæri og nál eru ekki tekin fram í hverju verkefni fyrir sig en gert er ráð fyrir að þau þurfi í flestum til- vikum. Einnig er ekki tekið fram í leiðbeiningum þegar þarf að klippa en gert er ráð fyrir að nem- endur átti sig á hvenær þess er þörf. Í verkefnunum er lært að vefa og vefja. Við vefnað þar sem einskefta (mynd 1) er notuð er ívafsþráð- urinn í einni umferð látinn fara undir og yfir hvern uppistöðuþráð til skiptis og í næstu umferð á sama hátt nema öfugt við fyrri umferð. Þannig verður til binding á milli uppistöðu og ívafs. Í vaðmálsvefn- aði (mynd 2) myndast skáhallandi línur í tilbúna efninu (eins og algengt er í gallabuxum) og ger- ist það þannig að binding þráðanna færist til um einn þráð (Sigríður Halldórsdóttir, 1965, bls. 3, 6). Í flestumverkefnumþar semofið er, þá er notaður einskeftuvefnaður en líka er hægt að nota vað- málsvefnað í verkefnunum Óhefðbundinn vef- stóll, ef uppistaðan er höfð aðeins breiðari, og í Fjallinu fagra. Þar sem nemendur vefja er farið í kringum ísspýturnar á sérstakan hátt (mynd 3). Þegar uppistöðuþráðurinn er vafinn er verið að vefja í kringum hlutinn. Uppistaðan í verkefnunum þarf að vera ofin þétt- ingsfast í vefuppistöðuna til þess að vefnaðurinn verði sem fallegastur. Þegar ofið er með ívafinu þarf að passa að vefa ekki of fast því þá myndast spenna í vefnaðinum. Í sumum verkefnum þarf að þjappa ívafinu niður þar sem leitast er eftir að fá fyllingu í vefnaðinn en hins vegar á það ekki alltaf við og þá er það tekið fram. Þegar byrja á að nota annan lit af garni er sá sem klárast ann- aðhvort hnýttur við þann nýja eða látinn festast með nýja þræðinum í vefnaðinum. UM VERKEFNIN • Ívaf: þræðir sem liggja þvert yfir voð, þ.e. liggja hornrétt á uppistöðuna. Voð er ofið efni. • Uppistaða: þræðir sem liggja langsum eftir voð (efni) og bindast ívafi sem liggur þvert (hornrétt) á þá. • Einskefta (e. plain weave) : er talin einfaldasta vefnaðargerðin. Um er að ræða vefnaðargerð þar sem ívafsþráðurinn liggur til skiptis yfir og undir einn uppistöðuþráð og öfugt við næsta fyrirdrag. • Vaðmálsvefnaður (e. twill weave) : myndar skáhallar línur sem eru samsíða upp eftir öllum vefnaðinum. Algengasta gerðin af þessum vefn- aði er þegar ívafið fer yfir og undir tvo vefuppistöðuþræði (2/2 vaðmál). Mynd 1 Einskefta Mynd 2 Vaðmálsvefnaður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=