Að vefa utan vefstóls

56 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS VERKEFNIÐ Vefnaðarðferð: einskefta í hring 1. Kennari undirbýr verkefnið þar sem um samvinnuverkefni er að ræða. 2. Kennari í samvinnu við nemendur velur mynd sem ofið er eftir og nemendur velja litina hverju sinni. 3. Kennari reiknar út bilin á milli uppistöðuþráðanna eða fær nemendur til að gera það. Passa þarf að hafa uppstöðuþræðina oddatölu, mynd 5 . 4. Kennari borar göt í húllahringinn eftir útreikningum (hér eru 17 göt). 5. Kennarinn þræðir uppistöðugarnið í gegnum götin og hnýtir hnúta, mynd 3 . 6. Kennarinn hnýtir ívafsgarnið í miðjuna til þess að festa það og vefur fyrstu umferðina til þess að fela endann, síðan vefa nemendur til skiptis, mynd 6 . 7. Nemendur vefa með mismunandi litum og hnýta saman endana þegar skipt er um lit mynd 7 . 8. Þegar búið er að vefa þá klippir kennarinn á hnútana sem héldu uppistöð- unni og tekur þá í gegnum húllahringinn. Nýr hnútur er hnýttur með tveimur endum í einu og á einum stað þarf að festa þrjá enda saman, mynd 8 . SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við vefnaðartæknina? • Hvernig gekk að fara eftir verkefnalýsingunni? • Hvað fannst ykkur erfiðast við að vefa í uppistöðu sem er svona stór? • Hvernig finnst ykkur að vinna að sameiginlegu verkefni í stað þess að gera ykkar eigið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=