Að vefa utan vefstóls

54 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS STUTT LÝSING Verkefnið felur í sér að nemendur fá að kynnast því að vefa einskeftuvefnað í óhefðbundna vefuppistöðu. Um samvinnuverkefni er að ræða og hver og einn nemandi getur lagt sitt af mörkum í verkefnið. Einnig má nýta verkefnið sem einstaklingsverkefni. Grófur vefnaður og prjón er vinsælt í híbýlaskreytingum. Falleg motta eða skreyting á vegg gerir daginn skemmtilegri. Litirnir í myndinni endurspeglast í verkinu. HÆFNIVIÐMIÐ Sjá á bls. 62. TÍMALENGD Ekki hægt að tímasetja þar sem um samvinnuverkefni er að ræða. GRUNNÞÆTTIR MENNTUNAR læsi ✔ sjálfbærni heilbrigði og velferð ✔ lýðræði og mannréttindi ✔ jafnrétti ✔ sköpun SAMÞÆTTING Hægt er að samþætta verkefnið við hönnun og smíði og útbúa annars konar ramma undir vefnaðinn. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ • nemendur vinni saman að einu verkefni á lengri tíma, • nemendur geti alltaf gripið í verkefnið þegar þeir bíða eftir aðstoð við annað verkefni sem þeir eru að fást við, • nemendur geti nýtt verkið sem skreytingu í skólastofu s.s. á vegg, í glugga, sem mottu á stól eða gólf. 10. Mottan mín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=