Að vefa utan vefstóls

52 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS VERKEFNIÐ Vefnaðaraðferð: einskefta í hring 1. Veljið fyrirmynd til að vinna út frá. 2. Veljið garn og skrautgarn, mynd 1 . 3. Bylgjupappi er skorinn í hring og mælt fyrir vefuppistöðunni. Passa þarf að hafa oddatölu á flipunum en þeir eru 13 hér á mynd 2 og 3. 4. Pappinn klipptur, mynd 3 . 5. Byrjað að vefa með aðalívafsgarninu, ofið er þéttingsfast til þess að spenna myndist og mótast fyrir skál, mynd 4 . 6. Ofið með snæri og skrautgarni til skiptis, mynd 5 . . Skrautgarn er síðan þrætt upp og niður í gegnum efstu tvær til þrjár umferðirnar af vefnaðinum. Allan hringinn til þess að vefnaðurinn festist og fari ekki út af vefuppistöðunni, mynd 6 . SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við vefnaðartæknina? • Hvað fannst ykkur erfiðast við að mæla fyrir vefuppistöðunni? • Hvernig gekk að fara eftir verkefnalýsingunni? • Hvað fannst ykkur erfiðast við að vefa í uppistöðu sem er frekar óþjál?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=