Að vefa utan vefstóls

50 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS STUTT LÝSING Verkefnið felur í sér að nemendur fá að kynnast því að vefa einskeftuvefnað í óhefð- bundna vefuppistöðu, þar sem nemendur búa hana til sjálfir og vefa síðan í hana. Verkefnið er töluvert flóknara en fyrri verkefni, þar sem hér þarf að búa til hringlaga form og mæla nákvæmlega jafn breið bil, með jöfnu millibili allan hringinn. Síðan að klippa rifur í vefuppistöðuna sem virka þá eins og uppistöðuþræðir sem svo er ofið í. HÆFNIVIÐMIÐ Sjá á bls. 62. TÍMALENGD U.þ.b. 8-10 x 40 mín, mismunandi eftir hverjum og einum nemenda og útfærslu kennara. GRUNNÞÆTTIR MENNTUNAR læsi ✔ sjálfbærni heilbrigði og velferð ✔ lýðræði og mannréttindi ✔ jafnrétti ✔ sköpun SAMÞÆTTING Verkefnið er hægt að samþætta við stærðfræði, þar sem nemendur þurfa að mæla sjálfir fyrir uppistöðunum sem eru hluti af verkinu sjálfu. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ • nemendur búi til hringlaga form og mæli nákvæmlega jafn breið bil, með jöfnu millibili allan hringinn og klippi rifur í það. Búi þannig til vefuppistöðu, • þjálfa nemendur í að vefa þar sem vefuppistaðan og ívafið, sem er snæri, eru frekar óþjál og eingöngu unnið með fingrunum. Því er mikilvægt að nemendur einbeiti sér við vefnaðinn, þannig að þeir missi ekki ívafið fram af vefuppistöðunni. 9. Randalína

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=