Að vefa utan vefstóls

48 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS VERKEFNIÐ Vefnaðaraðferð: einskefta í hring 1. Veljið fyrirmynd til að vinna út frá og hugið að litasamsetningu. 2. Veljið herðatré til að nota í vefuppistöðu, mynd 1 . 3. Beyglið það á þann veg sem þið viljið að verkið líti út, mynd 2 . 4. Bindið uppistöðugarnið í vefuppistöðuna og strekkið þvert yfir og hnýtið í járnið, m ynd 3 . 5. Eitt band er hnýtt frá miðju og út í jaðar til að uppistöðuþræðirnir myndi oddatölu, mynd 4 og 5 . 6. Byrjið að vefa með fyrsta lit, endinn er látinn festast þegar fyrsta umferðin er ofin, mynd 6 . 7. Þegar skipt er um lit er nýi liturinn hnýttur við fyrri litinn og hnúturinn látinn lenda á röngunni. 8. Ofið er þar til verkið er tilbúið. 9. Gangið frá endum, mynd 8 . 10. Verkið má hengja upp í glugga eða á vegg. Einnig er hægt að taka verkið úr herðatrénu þá þarf að ganga frá endunum sem festir eru í herðatréð. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við vefnaðartæknina? • Hvað fannst ykkur erfiðast við að mæla fyrir uppistöðuþráðunum? • Hvernig gekk að fara eftir verkefnalýsingunni? • Hvað fannst ykkur erfiðast við að vefa í uppistöðu sem er ekki alveg regluleg í laginu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=