Að vefa utan vefstóls
3 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS Inngangur Í verkefnaheftinu eru hugmyndir að verkefnum sem unnin eru fyrir utan hefðbundinn vefstól með endur- nýtingu að leiðarljósi. Unnið er með fjölbreyttar vef- uppistöður sem fá nýjan tilgang í tilverunni. Verkefna- heftið er hugsað bæði fyrir kennara og nemendur. Fyrir kennarann til að byggja upp vefnað í kennslu sinni og endurnýta efni og fyrir nemandann til að styðjast við. Markmið verkefnaheftisins er að kynna og vekja áhuga nemenda á vefnaði sem er ein af grunnað- ferðum textílgreinarinnar og að kenna grunnatriðin í vefnaði án mikillar fyrirhafnar og á skapandi hátt. Hægt er að leika sér með efniviðinn sem nýttur er í vefuppistöðuna á margan hátt og því má útfæra verkefnin á ýmsa vegu. Nemendur læra að vefa tvær aðferðir í vefnaði utan vefstóls, einskefta og vað- málsvefnað, þar sem vefuppistaðan er endurnýtt og óhefðbundin og í tveimur verkefnanna læra þeir að vefja. Einskefta er einfaldasta vefnaðaraðferðin en vaðmálsvefnaður er aðeins flóknari en þar mynd- ast skáhallandi og samsíða línur eftir tilbúna efninu. Nemendur vinna út frá fyrirmynd sem þeir velja sjálfir og sækja í hana innblástur. Vefnaður á sér langa sögu á Íslandi og því mikil- vægt að viðhalda verkkunnáttunni. Í vefnaði verður til binding á milli uppistöðu og ívafs en til þess þarf einhverja uppsetningu í vefstól eða ramma. Ekki er farið ofan í sögu og menningu textíls í verkefna- heftinu en gott er þó að ræða við nemendur um það hvernig vefnaður verður til, hver tilgangur hans sé og hversu stór þáttur hann er í gerð fatnaðar langt aftur í aldir, enda mun eldri en prjónaþekkingin. Að upplýsa þá um hvernig greina megi mismunandi ofin efni í fatnaði sem við klæðumst dags daglega. Einnig í ýmsum öðrum hlutum sem tilheyra heimilinu og umhverfi okkar eins og til dæmis í gardínum, sængur- verum, áklæði á sófum, bílstólum og fleira. Flétta inn í umræðuna mikilvægi þess að kunna skil á grunnþáttum vefnaðar, sögu hans og því sem er tengt menningunni hverju sinni þannig að samspil efnisflokkanna í aðalnámskránni fái notið sín; hand- verk og tækni í bland við sköpun, menningu og um- hverfi. Gert er ráð fyrir að heftið henti miðstigi grunnskól- ans, þ.e. 5.-7. bekk en þó má útfæra það fyrir yngsta og elsta stig. Uppbygging verkefnaheftisins er hugsuð frá einföldum verkefnum yfir í flóknari og fyrstu verk- efnin henta vel fyrir þá sem aldrei hafa ofið áður. Verkefnunum fylgja grunnupplýsingar og leiðbein- ingar í máli og myndum. Í hverju verkefni er aukið við þekkinguna með því að byggja ofan á frá því fyrsta og til þess síðasta og því verða þau örlítið flóknari með hverju verkefni fyrir sig. Heftið inniheldur tíu verkefni. Níu þeirra eru hugsuð sem einstaklingsverk- efni en tíunda verkefnið er ætlað sem samvinnuverk- efni nemanda sem þeir geta gripið í þegar þeir bíða eftir aðstoð kennara. Mögulegt væri að nýta það til dæmis sem skreytingu á vegg eða í glugga kennslu- stofunnar. Hvert verkefni er byggt upp í þessari röð: heiti verk- efnis, aldursstig, stutt lýsing, hæfniviðmið, samþætt- ing (ef við á), markmið verkefnis, kveikja, efni og áhöld, leitarorð, verkefnið, myndir af ferlinu til leið- beiningar, samræðuspurningar, listamenn og hugtök. Nemendur velja sér sjálfir fyrirmynd fyrir verkefnin sín til að vinna út frá, hvernig liti þeir vilja nota, áferð og form. Leiðbeiningar við hvert verkefni er í mest tíu punktum og við nokkra punkta eru merktar myndir þar sem aðferðin er sýnd á tilheyrandi mynd. Heftið er vel sett upp og ætti því að vera lítið mál fyrir nem- endur að fylgja leiðbeiningum þess við vefnaðinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=