Að vefa utan vefstóls

42 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS STUTT LÝSING Verkefnið felur í sér að nemendur fá að kynnast því að vefa einskeftu- vefnað í óhefðbundna vefuppistöðu. Þeir móta uppistöðuna eftir eigin höfði og festa uppistöðuþræðina í og vefa. HÆFNIVIÐMIÐ Sjá á bls. 62. TÍMALENGD U.þ.b. 8-10 x 40 mín, mismunandi eftir hverjum og einum nemenda og útfærslu kennara. GRUNNÞÆTTIR MENNTUNAR læsi ✔ sjálfbærni heilbrigði og velferð ✔ lýðræði og mannréttindi ✔ jafnrétti ✔ sköpun SAMÞÆTTING Tilvalið er að samþætta verkefnið við sjónlistir og hvetja nemendur til að kynna sér litasamsetningu, mun á heitum og köldum litum o.s.frv. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ • nemendur móti vefuppistöðuna eftir eigin höfði þar sem um er að ræða járnherðatré sem hægt er að móta hvernig sem er, • festa uppistöðuþræðina í vefuppistöðuna og vefa einskeftivefnað, • leyfa sköpunargáfu nemenda að njóta sín um leið og þeir fást við krefjandi verkefni. 7. Hengdu mig upp

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=