Að vefa utan vefstóls

40 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS VERKEFNIÐ 1. Veljið fyrirmynd til að vinna út frá. 2. Veljið stífan pappadisk sem vefuppistöðu til að halda uppi verkinu. 3. Klippið 12 hök ofan í diskinn, mynd 1 . 4. Málið bakgrunn á diskinn, mynd 2 . 5. Festið Einbandið í hökin neðst á disknum, mynd 3 . 6. Einbandið er notað sem uppistaða í vefnaðinn, mynd 4 og 5 . 7. Festið ívafið í uppistöðuna með litlum hnút og felið endann þegar byrjað er að vefa, mynd 6 . 8. Ofið fram og til baka einskeftuvefnað þar til verkið er tilbúið, mynd 7 og 8 . SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við vefnaðartæknina? • Hvað fannst ykkur erfiðast við að mæla fyrir uppistöðuþráðunum? • Hvernig gekk að fara eftir verkefnalýsingunni? • Er dýpt í verkinu sem þið bjugguð til? Hvernig sjáið þið hvort svo sé?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=