Að vefa utan vefstóls
36 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS VERKEFNIÐ Vefnaðaraðferð: einskefta í hring 1. Veljið fyrirmynd til að vinna út frá. 2. Takið vefuppistöðu sem er að þessu sinni frauðhringur, mynd 1 . 3. Notið hníf til þess að móta línur í frauðið fyrir uppistöðuþráðinn til þess að halda honum á sínum stað. Hafið rúmlega 5 cm á milli og uppistaðan þarf að vera í oddatölu, mynd 2 . 4. Vefjið uppistöðugarninu (bómullargarninu) um frauðhringinn, mynd 3 . 5. Byrjið að vefa eins og myndir 4 og 5 sýna sem er einskeftuvefnaður. Ofið er örlítið fast til þess að vefnaðurinn vindi upp á sig og myndi skál. Aðeins er ofið í efra uppistöðugarnið. 6. Skipt er um lit að vild og ofið þangað til skálin er orðin nógu stór, mynd 6 . 7. Uppistöðugarnið er klippt frá frauðhringnum og endar hnýttir saman og faldir í lopanum, mynd 7 . 8. Skálin er að lokum mynduð með fingrunum, mynd 8 . SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við vefnaðartæknina? • Hvað fannst ykkur erfiðast við að mæla fyrir uppistöðuþráðunum? • Hvernig gekk að fara eftir verkefnalýsingunni?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=