Að vefa utan vefstóls
24 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS VERKEFNIÐ Vefnaðaraðferð: einskefta fram og til baka, hægt að nota vaðmálsvefnað 1. Veljið fyrirmynd til að vinna út frá, t.d. bókastoð, skúlptúr eða bókamerki. 2. Finnið tvo trékubba og neglið saman, mynd 1 . 3. Vefjið uppistöðugarninu um trékubbana þannig að það myndi oddatölu, mynd 3 . 4. Festið ívafsgarnið sem er notað tvöfalt við uppistöðugarnið, mynd 5 . 5. Byrjið að vefa einskeftu fram og til baka með nálinni, mynd 6 . 6. Vefnaðurinn er ekki þjappaður saman heldur leyft að vera svolítið grófur. 7. Hægt er að vefa í fleiri litum ef áhugi er fyrir því. 8. Gangið frá endum og verkinu eins og það á að vera. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við vefnaðartæknina? • Hafið þið velt því fyrir ykkur hvernig efni eða fötin ykkar eru búin til? • Hvernig gekk að fara eftir verkefnalýsingunni?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=