Að vefa utan vefstóls

23 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS KVEIKJA Kennari sýnir nemendum myndir eða myndbönd af vefstólum, bæði gömlum og nýjum og fræðir þá um sögu vefstólsins. Hann sýnir þeim mismunandi ofið efni og bendir þeim á hversu fínlegt það getur verið og gróft. Einnig má kveikja áhuga nemenda á vefnaði með því að spyrja þá út í hvar þeir sjái vefnað hér og nú (föt, gardínur …). EFNI OG ÁHÖLD • 2x trékubbar, breidd eftir því hve breiður vefnaðurinn á að vera • Naglar • Nál til þess að vefa • Garn: Lopi, bæði Álafoss- og Léttlopi, tilvalið að endurnýta garn úr efnisveitum skólans eða annars staðar frá LEITARORÐ: Vefnaður, weaving , einskefta, vaðmál, Ásgerður Búadóttir, Lucy Poskitt, Terra Fuller, Tammy Kanat, textile artist . LISTAMENN Ásgerður Búadóttir, Lucy Poskitt, Terra Fuller, Tammy Kanat. HUGTÖK Vefnaður, vefstóll, einskefta, vaðmál, endurnýting.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=