Að vefa utan vefstóls

22 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS STUTT LÝSING Verkefnið felur í sér að nemendur fá að kynnast því að vefa einskeftu vefnað í óhefðbundnum vefstól. Hann er þó líkastur hefðbundnum vefstól af þeim vefuppistöðum sem eru í öðrum verkefnum. HÆFNIVIÐMIÐ Sjá á bls. 62. TÍMALENGD U.þ.b. 4-6 x 40 mín, mismunandi eftir hverjum og einum nemenda og útfærslu kennara. GRUNNÞÆTTIR MENNTUNAR læsi ✔ sjálfbærni heilbrigði og velferð ✔ lýðræði og mannréttindi ✔ jafnrétti ✔ sköpun SAMÞÆTTING Hægt er að samþætta þetta verkefni við hönnun og smíði. Nemendur smíða sinn eigin, óhefðbundna vefstól og velja stærð á hann. Þá er hægt að nýta hann í textílmennt fyrir vefnað. Einnig er hægt að samþætta verkefnið við upplýsinga- og tæknimennt þar sem nemendur afla sér upplýsinga um sögu vefnaðar á Íslandi. Þeir búa því næst til kynningu að eigin vali um ákveðinn hluta sögunnar og flytja fyrir samnemendur og kennara. Einnig er hægt að hafa sýningu og kynningu fyrir foreldra. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ • kynna nemendum fyrir óhefðbundnum vefstól (sem þó er líkur hefðbundnum vefstól), • ynna vefnaðinn sem er einfaldur einskeftuvefnaður með tvöfaldu garni sem gefur aðeins meiri þrívídd í verkið sem er hugsað sem skúlptúr eða bókastoð, • bjóða upp á að vefa flóknari vefnað, nota vefnaðaraðferðina vaðmál og hafa uppistöðuna breiðari. 3. Óhefðbundinn vefstóll

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=