Að vefa utan vefstóls
20 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS VERKEFNIÐ Vefnaðaraðferð: einskefta í hring 1. Nemendur velja fyrirmynd eða teikna sjálfir frosk sem þeir síðan vinna út frá. 2. Límið ísspýturnar saman með límbyssunni og látið kólna, mynd 1. 3. Bindið garnið um miðjuna þar sem spýturnar mætast ( mynd 2 á bls. 19 ). 4. Vefið nokkra hringi utan um spýturnar, undir og yfir til skiptis ( mynd 3 á bls. 19 ). 5. Vefið síðan með því að fara með bandið undir og yfir hverja ísspýtu í 2-3 hringi. Í fjórða hring þarf að fara undir tvær spýtur í einu og síðan venjulega eftir það. Þetta er gert til þess að garnið krossist á milli spýtnanna. Endurtekið þar til smá bútur er eftir af ísspýtunum. Sami litur er notaður í alla hringina ( mynd 4 á bls. 19 ). 6. Til að útbúa hausinn á froskinn er vafið með nýjum þræði í kringum tvær ísspýtur. Þegar komið er að götunum er farið í gegnum þau, inn að framan og út að aftan og yfir í næsta gat, þar til komið er út á enda spýtnanna ( mynd 5 á bls. 19 ). 7. Takið 4 þræði og vefjið um fætur frosksins og felið að lokum endana, mynd 2. 8. Límið augu á eða leyfið nemendum að búa til augu á annan hátt. 9. Búið til lykkju til að hengja froskinn upp, mynd 3. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvernig finnst ykkur að vinna út frá fyrirmynd, ykkar eigin eða annarri? • Hvernig gekk að vinna eftir verkefnalýsingu? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við froska og verkefnið sem þið unnuð?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=