Að vefa utan vefstóls

16 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS VERKEFNIÐ Vefnaðaraðferð: einskefta í hring 1. Nemendur velja fyrirmynd til að vinna út frá eða teikna sitt eigið skordýr og vinna út frá því. 2. Límið ísspýturnar saman með límbyssunni og látið kólna, mynd 1 . 3. Bindið garnið utan um miðjuna þar sem spýturnar mætast, mynd 2 . 4. Vefið nokkra hringi utan um spýturnar, undir og yfir til skiptis, mynd 3 . 5. Vefið síðan með því að fara með bandið undir og yfir hverja ísspýtu í 2-3 hringi. Í fjórða hring þarf að fara undir tvær spýtur í einu og síðan venjulega eftir það. Þetta er gert til þess að garnið krossist á milli spýtnanna. Endurtakið þessar 4 umferðir þar til smá bútur er eftir af ísspýtunum. Sami litur er notaður í alla hringina, mynd 4 . 6. Til að útbúa hausinn á bjöllunni er vafið með nýjum lit í kringum tvær ísspýtur, mynd 5 . Þegar komið er að götunum er farið í gegnum þau, inn að framan, út að aftan og yfir í næsta gat þar til komið er út á enda spýtnanna. Gangið frá endanum. 7. Takið þrjá jafnlanga spotta og fléttið saman og gerið hnút á báða enda, mynd 6 . 8. Takið fléttaða bandið og stingið inn í endann á hausnum og aftur út svo þeir myndi einskonar fálmara, mynd 7 . Einnig geta nemendur búið til fálmara með öðrum leiðum s.s. pípuhreinsurum, járni eða tré. 9. Doppur ofan á maríuhænunni eru gerðar með því að nota grófa nál og garn. Farið upp á nokkrum stöðum á réttuna og gerið 1-2 venjulega hnúta eða fræhnúta og farið síðan aftur niður, gangið frá endanum, mynd 8 . 10. Búið til lykkju til að hengja bjölluna upp. SAMRÆÐUSPURNINGAR • Hvað finnst ykkur þið hafa lært af þessu verkefni? • Hvernig finnst ykkur að vinna út frá fyrirmynd, ykkar eigin eða annarri? • Hvernig gekk að fara eftir verklýsingunni? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við maríubjöllurnar? • Hvaða fleiri dýr er hægt að útbúa á þennan hátt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=