Að vefa utan vefstóls

15 Línur AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS KVEIKJA Kennari kemur með fræðslu um maríubjöllur og sýnir nemendum myndir. Leyfir síðan nemendum að skoða myndir af maríubjöllum í bókum eða tölvu og fræðast um hana. Nemendur velti fyrir sér litum og formum á maríubjöllunni og teikna loks eigin útgáfu af maríubjöllu og nýta sem fyrirmynd í verkefnið. Önnur hugmynd er að fara með nemendur út að skoða skordýr. Þeir hafa með sér skissubók og skissa upp mynd af skordýrinu. Þeir geta síðan notað skissuna sem innblástur í maríubjölluna/skordýrið. EFNI OG ÁHÖLD • Ísspýtur • Nál • Lím og límbyssa • Garn: Léttlopi eða annað garn sem hentar, tilvalið að endurnýta garn úr efnisveitum skólans eða annars staðar frá • Tölva, s.s. spjaldtölva, snjallsími eða tölva og skjávarpi (valfrjálst) LEITARORÐ: Vefnaður, weaving , einskefta, fræhnútur, Ásgerður Búadóttir, Lucy Poskitt, Terra Fuller, Tammy Kanat, textile artist . LISTAMENN Ásgerður Búadóttir, Lucy Poskitt, Terra Fuller, Tammy Kanat HUGTÖK Vefnaður, einskefta, endurnýting, fræhnútur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=