Að vefa utan vefstóls

14 AÐ VEFA UTAN VEFSTÓLS 2.b Íspinnafjör – Maríubjalla STUTT LÝSING Verkefnið felur í sér að nemendur vefa á einfaldan hátt einskeftuvefnað í hring. Þeir velja sér fyrirmynd eða teikna hana sjálfir. HÆFNIVIÐMIÐ Sjá á bls. 62. TÍMALENGD Um það bil 4-6 x 40 mín, mismunandi eftir hverjum og einum nemenda og útfærslu kennara. GRUNNÞÆTTIR MENNTUNAR læsi ✔ sjálfbærni heilbrigði og velferð ✔ lýðræði og mannréttindi ✔ jafnrétti ✔ sköpun SAMÞÆTTING Hægt er að samþætta verkefnið við náttúrugreinar, þar sem nemendur skoða maríubjöllur og fræðast um hana áður en þeir búa til sína eigin. Einnig er hægt að samþætta íslensku þar inn í og búa til sögu um maríubjölluna. MARKMIÐ VERKEFNISINS ERU AÐ • vefa á einfaldan hátt einskeftuvefnað í hring með óhefðbundinni vefuppistöðu sem samanstendur af þremur ísspýtum sem eru límdar saman, • leyfa sköpunargáfu nemenda að ráða og leyfa þeim að velja sér fyrirmynd eða teikna og vinna á sjálfstæðan hátt út frá henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=